Tónlist

Blikandi stjörnur fögnuðu

Blikandi stjörnur tóku lagið í Hinu húsinu á fimmtudagskvöldið þar sem þau fögnuðu nýútkominni plötu sinni. Ingveldur Ýr var ánægð með útkomuna.
Blikandi stjörnur tóku lagið í Hinu húsinu á fimmtudagskvöldið þar sem þau fögnuðu nýútkominni plötu sinni. Ingveldur Ýr var ánægð með útkomuna.

„Þetta heppnaðist mjög vel, hópurinn söng nokkur lög og seldi fullt af diskum," segir Ingveldur Ýr Jónsdóttir, þjálfari og söngstjóri Blikandi stjarna, sem fagnaði útgáfu samnefndrar plötu síðastliðið fimmtudagskvöld í Hinu húsinu.

„Það mættu margir sem hafa komið að starfi hópsins á fimmtudaginn auk annarra gesta, en þar á meðal voru Edda Björgvinsdóttir og Helga Braga, systir mín," bætir hún við.

Blikandi stjörnur hafa starfað á vegum Hins hússins síðan árið 2000 undir stjórn Ingveldar og komið víða fram, bæði hérlendis og á erlendum listahátíðum fatlaðra. Hópurinn hefur unnið til ýmissa verðlauna, þau hafa meðal annars fengið viðurkenningu Reykjavíkurborgar og atriði þeirra var valið úr hópi 40.000 atriða af Evrópusambandinu 2003 og hlutu þau verðlaun sambandsins í kjölfarið.

„Diskurinn er svona þversnið af því sem Blikandi stjörnur hafa verið að flytja, þá aðallega þekkt íslensk dægurlög. Þau gefa út sjálf en upptökur og útsetningu annaðist Magnús Kjartansson auk valinkunnra tónlistarmanna," segir Ingveldur. - ag








Fleiri fréttir

Sjá meira


×