Miklu kraftmeiri en Nylon 25. júlí 2008 08:00 Stúlknasveitin Kári? gæti orðið næsta stórmál í íslensku poppi. Frá vinstri eru þær Lilja, Silvía, Auður og Margrét. Fréttablaðið/Auðunn Stúlknasveitin Kári? gæti orðið næsta stórmál í íslenska poppinu. Sveitina skipa fjórar stúlkur fæddar 1993, þær Silvía, Auður, Lilja og Margrét. Tvær koma úr Árbænum, ein úr Grafarvogi og ein frá Norðlingaholti. Þetta er því ekta úthverfaband. „Þetta er popprokk hjá okkur, eitthvað svoleiðis," segir Silvía. „Við kynntumst á Sönglist, námskeiði hjá Borgarleikhúsinu, og okkur langaði bara til að stofna svona hljómsveit. Þetta vantaði alveg hérna á Íslandi. Við erum ekkert líkar Nylon enda búum við til lögin okkar sjálfar og við erum kraftmeiri en þær. Við erum ekki alveg jafn miklir ljúflingar og þær. Við syngjum ekki með spariröddunum. Við gætum þó alveg sungið með spariröddunum ef við værum með einhver sparilög." Fyrir síðustu jól sömdu stelpurnar fyrsta lagið sitt, jólalagið Jól án þín. Þær mættu galvaskar í jólaþorpið í Hafnarfirði þar sem Gunni og Felix voru að skemmta. „Þær komu nú bara og báðu um að fá að syngja lagið sitt á sviðinu," segir Gunnar Helgason. „Það var nú auðsótt mál. Við Felix féllum alveg í stafi yfir þessu hjá þeim, þetta var svo gott. Ég hvatti þær eindregið til að halda áfram og síðan höfum við verið í sambandi. Ég el nú ekki þann draum í brjósti mér að vera einhver Einar Bárðarson en ef ég gerði það myndi ég tvímælalaust verða umboðsmaðurinn þeirra. Ég sé mikla framtíð í þessu hjá þeim. Þær syngja mjög vel og af fullum krafti. Það er gaman að sjá svona ungar stelpur standa svona keikar og syngja fullar sjálfstrausts." Silvía segir þær stelpurnar hafa samið slatta af lögum síðan - lög eins og Ég veit hvað ég vil, Það sem þú gerðir og Friends Forever - og þær fengu Hall Ingólfsson til að búa til undirspil. Með þetta ætla þær að troða upp á næstunni - „Draumurinn er auðvitað að gera plötu, en fyrst er að stofna Myspace-síðu og koma fyrsta laginu í spilun. Það getur í sjálfu sér verið hvaða lag sem er, þau eru öll jafngóð." En hvað á þetta nafn á hljómsveitinni - Kári? - að fyrirstilla? „Það er nú það," segir Silvía leyndardómsfull. „Okkur fannst þetta nafn bara fyndið og skemmtilegt því fólk fer að spá í því hver þessi Kári sé. Hver er það? Nú, hann er þessi sem er alltaf í felum!" Kári? treður upp í Grundarfirði nú á laugardaginn og verður á Neistaflugi í Neskaupstað um verslunarmannahelgina. Auk þess að flytja eigið efni ætla þær að hjálpa Gunna og Felix í nokkrum lögum. Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Stúlknasveitin Kári? gæti orðið næsta stórmál í íslenska poppinu. Sveitina skipa fjórar stúlkur fæddar 1993, þær Silvía, Auður, Lilja og Margrét. Tvær koma úr Árbænum, ein úr Grafarvogi og ein frá Norðlingaholti. Þetta er því ekta úthverfaband. „Þetta er popprokk hjá okkur, eitthvað svoleiðis," segir Silvía. „Við kynntumst á Sönglist, námskeiði hjá Borgarleikhúsinu, og okkur langaði bara til að stofna svona hljómsveit. Þetta vantaði alveg hérna á Íslandi. Við erum ekkert líkar Nylon enda búum við til lögin okkar sjálfar og við erum kraftmeiri en þær. Við erum ekki alveg jafn miklir ljúflingar og þær. Við syngjum ekki með spariröddunum. Við gætum þó alveg sungið með spariröddunum ef við værum með einhver sparilög." Fyrir síðustu jól sömdu stelpurnar fyrsta lagið sitt, jólalagið Jól án þín. Þær mættu galvaskar í jólaþorpið í Hafnarfirði þar sem Gunni og Felix voru að skemmta. „Þær komu nú bara og báðu um að fá að syngja lagið sitt á sviðinu," segir Gunnar Helgason. „Það var nú auðsótt mál. Við Felix féllum alveg í stafi yfir þessu hjá þeim, þetta var svo gott. Ég hvatti þær eindregið til að halda áfram og síðan höfum við verið í sambandi. Ég el nú ekki þann draum í brjósti mér að vera einhver Einar Bárðarson en ef ég gerði það myndi ég tvímælalaust verða umboðsmaðurinn þeirra. Ég sé mikla framtíð í þessu hjá þeim. Þær syngja mjög vel og af fullum krafti. Það er gaman að sjá svona ungar stelpur standa svona keikar og syngja fullar sjálfstrausts." Silvía segir þær stelpurnar hafa samið slatta af lögum síðan - lög eins og Ég veit hvað ég vil, Það sem þú gerðir og Friends Forever - og þær fengu Hall Ingólfsson til að búa til undirspil. Með þetta ætla þær að troða upp á næstunni - „Draumurinn er auðvitað að gera plötu, en fyrst er að stofna Myspace-síðu og koma fyrsta laginu í spilun. Það getur í sjálfu sér verið hvaða lag sem er, þau eru öll jafngóð." En hvað á þetta nafn á hljómsveitinni - Kári? - að fyrirstilla? „Það er nú það," segir Silvía leyndardómsfull. „Okkur fannst þetta nafn bara fyndið og skemmtilegt því fólk fer að spá í því hver þessi Kári sé. Hver er það? Nú, hann er þessi sem er alltaf í felum!" Kári? treður upp í Grundarfirði nú á laugardaginn og verður á Neistaflugi í Neskaupstað um verslunarmannahelgina. Auk þess að flytja eigið efni ætla þær að hjálpa Gunna og Felix í nokkrum lögum.
Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið