Veigar Páll: Leyfilegt að vera pirraður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2008 15:29 Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk. Mynd/SNS Norskir fjölmiðlar slá því upp í dag að Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk, hafi neitað að veita fjölmiðlum viðtal eftir sigur Stabæk á HamKam nú um helgina. „Stabæk fékk öll þrjú stigin á móti HamKam. Það var greinilega ekki nóg fyrir Veigar Pál Gunnarsson," segir á vefútgáfu Verdens Gang um málið. „Íslendingurinn fór niðurlútur af vellinum og hafði ekki áhuga á að tala við fjölmiðlamenn sem vildu fá að vita hvað honum fannst um leikinn." „Þeir eiga það til að ýkja hlutina í norsku pressunni," sagði Veigar Páll í samtali við Vísi. „Ef ég á að segja alveg eins og er var ég pirraður. Það er alveg leyfilegt að vera stundum pirraður. Maður getur ekki alltaf verið síbrosandi, talað við fjölmiðla og látið eins og maður sé hundurinn þeirra." Veigar Páll var tekinn af velli um miðjan síðari hálfleikinn en hann segir að það sé ekki ástæða þess að hann var pirraður. „Við vorum bara að spila illa í leiknum. Leikmenn voru sumir að spila á 70-80 prósent krati og ég var hundfúll vegna þess. Ég vil vinna alla leiki og þoli ekki að tapa. Auk þess hafa dómararnir í síðustu þremur leikjum okkar verið hlægilegir. Það er mjög létt að kenna dómurunum um og þeir gera sín mistök eins og aðrir. En þegar þetta gerist trekk í trekk þurfa þeir að líta í eigin barm og viðurkenna sín mistök." „Það hafa allir sín takmörk og ég fékk bara nóg af þessu. Ég hef þegar fengið tvö gul spjöld á tímabilinu og var ég farinn að láta dómarann heyra það meira en góðu hófi gegnir. Þjálfarinn ákvað því að taka mig út af." Stabæk gengur þó afar vel enn sem komið er á tímabilinu en liðið er á toppi deildarinnar og er taplaus þar að auki eftir fimm umferðir. „Það gengur rosalega vel. Við spiluðum við Lilleström og Brann hér heima og rúllluðum þeim upp. Það hefur ekki gengið eins vel á útivelli. Í gær var það Daniel Nannskog sem vann í raun leikinn fyrir okkur með því að skora tvö mörk. En við höfum haldið hreinu í þremur leikjum og er það afar jákvætt." Undanfarið hefur verið greint frá því að mörg lið í Evrópu eru að fylgjast með Veigari Páli og sjálfur hefur hann greint frá því að hann vilji færa sig um set að tímabliinu loknu. „Ég er búinn að vera í Noregi nógu lengi að mér finnist að ég þurfi að prófa eitthvað nýtt. En ef ekkert gerist er það heldur ekkert slæmt því okkur líður afskaplega vel hér í Stabæk." Hann sagði að Þýskalandi heillaði hann sérstaklega mikið. „Ég held að það væri mjög flott að komast þangað. Þarna er spilaður góður fótbolti, deildin er sterk og hægt að fá fín laun. Það myndi heilla mig mest að fara til Þýskalands eða jafnvel Englands." „Ég er samt mjög lítið að hugsa um þessi mál. Ég einbeiti mér frekar að því að gera það gott hér. Maður verður bara að halda áfram að spila og ef kallið kemur þá kemur það bara." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Norskir fjölmiðlar slá því upp í dag að Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk, hafi neitað að veita fjölmiðlum viðtal eftir sigur Stabæk á HamKam nú um helgina. „Stabæk fékk öll þrjú stigin á móti HamKam. Það var greinilega ekki nóg fyrir Veigar Pál Gunnarsson," segir á vefútgáfu Verdens Gang um málið. „Íslendingurinn fór niðurlútur af vellinum og hafði ekki áhuga á að tala við fjölmiðlamenn sem vildu fá að vita hvað honum fannst um leikinn." „Þeir eiga það til að ýkja hlutina í norsku pressunni," sagði Veigar Páll í samtali við Vísi. „Ef ég á að segja alveg eins og er var ég pirraður. Það er alveg leyfilegt að vera stundum pirraður. Maður getur ekki alltaf verið síbrosandi, talað við fjölmiðla og látið eins og maður sé hundurinn þeirra." Veigar Páll var tekinn af velli um miðjan síðari hálfleikinn en hann segir að það sé ekki ástæða þess að hann var pirraður. „Við vorum bara að spila illa í leiknum. Leikmenn voru sumir að spila á 70-80 prósent krati og ég var hundfúll vegna þess. Ég vil vinna alla leiki og þoli ekki að tapa. Auk þess hafa dómararnir í síðustu þremur leikjum okkar verið hlægilegir. Það er mjög létt að kenna dómurunum um og þeir gera sín mistök eins og aðrir. En þegar þetta gerist trekk í trekk þurfa þeir að líta í eigin barm og viðurkenna sín mistök." „Það hafa allir sín takmörk og ég fékk bara nóg af þessu. Ég hef þegar fengið tvö gul spjöld á tímabilinu og var ég farinn að láta dómarann heyra það meira en góðu hófi gegnir. Þjálfarinn ákvað því að taka mig út af." Stabæk gengur þó afar vel enn sem komið er á tímabilinu en liðið er á toppi deildarinnar og er taplaus þar að auki eftir fimm umferðir. „Það gengur rosalega vel. Við spiluðum við Lilleström og Brann hér heima og rúllluðum þeim upp. Það hefur ekki gengið eins vel á útivelli. Í gær var það Daniel Nannskog sem vann í raun leikinn fyrir okkur með því að skora tvö mörk. En við höfum haldið hreinu í þremur leikjum og er það afar jákvætt." Undanfarið hefur verið greint frá því að mörg lið í Evrópu eru að fylgjast með Veigari Páli og sjálfur hefur hann greint frá því að hann vilji færa sig um set að tímabliinu loknu. „Ég er búinn að vera í Noregi nógu lengi að mér finnist að ég þurfi að prófa eitthvað nýtt. En ef ekkert gerist er það heldur ekkert slæmt því okkur líður afskaplega vel hér í Stabæk." Hann sagði að Þýskalandi heillaði hann sérstaklega mikið. „Ég held að það væri mjög flott að komast þangað. Þarna er spilaður góður fótbolti, deildin er sterk og hægt að fá fín laun. Það myndi heilla mig mest að fara til Þýskalands eða jafnvel Englands." „Ég er samt mjög lítið að hugsa um þessi mál. Ég einbeiti mér frekar að því að gera það gott hér. Maður verður bara að halda áfram að spila og ef kallið kemur þá kemur það bara."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira