Fólk framtíðarinnar Jónína Michaelsdóttir skrifar 28. október 2008 06:00 Það er margt sem maður sleppir núna og saknar ekki. Fattar allt í einu að maður hefur jafnvel verið að kaupa eitt og annað sem mann langar ekki einu sinni í," sagði vinur minn á sautjánda ári, þegar ég spurði hvernig hann og skólafélagar hans upplifðu ástandið í þjóðfélaginu. „Nú spáir maður meira í hvað maður borgar fyrir," sagði hann. „Margir hafa farið á McDonalds í hádeginu eða verslað í skólabúðinni þar sem allt er helmingi dýrara en í Bónus. Ég hef yfirleitt keypt mér næringu í Bónus og ekki hitt marga úr skólanum þar. Núna standa skólasystkini mínir hins vegar í biðröð við kassann í þeirri búð og eru meira að segja farin að kvarta yfir verðinu. Sjálfur skoðaði ég með nýjum augum hollustusamlokuna sem ég keypti í Bónus á 230 krónur. Þetta eru tvær brauðsneiðar, með káli á milli og einu og öðru sem til er í ísskápnum heima. Nú útbý ég fimm samlokur á hverjum morgni, tvær fyrir mig og hinar fyrir aðra fjölskyldumeðlimi, og er enga stund að því. Munar ekkert um að smyrja fyrir hina úr því ég geri þetta hvort sem er. Þeir sem kaupa sér gos í frímínútum og samlokur í skólabúðinni í stað þess að koma með nesti að heiman, greiða um eitt þúsund krónur fyrir þetta. Það eru fimm þúsund á viku og tuttugu þúsund á mánuði og krakkarnir eru að átta sig á því að þetta er sóun," bætti hann við. „Þeir sem eru nýkomnir með bílpróf eru hættir að tala um að kaupa sér bíl. Það er dýrt að reka þá og við fáum frítt í strætó. Enginn tilgangur í að eiga bíl. Krakkarnir tala líka um hátt bensínverð og að ferðir heimilisfólks séu sameinaðar sé þess kostur. Ekki sé lengur farið í tilgangslausar ferðir án umhugsunar. Ef við skólasystkinin sjáum til dæmis hagstætt tilboð á pitsum í öðrum bæjarhluta á föstudegi, er sammælst um að einn fari á bíl og sæki fyrir alla. Þegar þemaböll hafa verið haldin í skólanum, hafa margir keypt sér fatnað fyrir ballið í stíl við þemað hverju sinni en nú dettur engum í hug að kaupa sér föt fyrir eitt ball! Nýta sér það sem þeir eiga." Heimilislíf@Megin-Ol Idag 8,3p :Ég verð að viðurkenna að ég átti hreint ekki von á svona skilmerkilegu svari við spurningunni til menntaskólanemans og þaðan af síður þessari aðlögun allsnægtabarna á breyttum tímum. Hann talar beinlínis um þetta eins og áhugavert verkefni. Ég spurði hvort það væri eitthvað fleira sem honum fyndist hafa breyst vegna samdráttar í þjóðfélaginu.„Já," sagði hann að bragði, „það er allt í einu miklu betri matur heima í miðri viku. Mamma er farin að elda af mikilli hugkvæmni! Í staðinn fyrir hamborgara og franskar er maður að kynnast alls konar réttum og hlakkar til að setjast við matarborðið á hverjum degi. Þess utan er boðið upp á heimabökuð brauð og kökur. Áður skruppum við gjarnan í bakarí um helgar og keyptum kannski fyrir 2.500 krónur. Núna tökum við heimabakað brauð úr frystinum, bökum vöfflur og kökur. Og það er ekki bara gott að gæða sér á bakkelsinu heldur finnst mér líka gaman að baka með mömmu. Þetta er svona fjölskyldustemning með skemmtilegum tilbrigðum. Til dæmis er það þannig að þegar keyptir eru sex bananar, eru þrír borðaðir strax en hinir settir í skál á borðinu. Þar verða þeir stundum dökkir og ofþroskaðir svo að maður hefur ekki lyst á þeim. Nú býr mamma til bananabrauð úr þeim. Og ef mjólkin er komin fram yfir síðasta söludag fer hún í grjónagraut. Þannig að ég kvarta ekki yfir þessari kreppu!" sagði vinur minn, sem er góður námsmaður, kröftugur í íþróttum og félagslífi og á móður sem er í krefjandi ábyrgðarstafi. Góð ávöxtunÍ yfirstandandi fárviðri efnahagsmála, fjölmiðlunar og stjórnmála, þar sem friður er boðaður í einu orðinu en stríð í öðru, samstaðan mærð, en hefndum hótað, í þjóðfélagi sem er í umpólun og endurskoðun á gildismati og mun á einhvern hátt skjóta rótum í nýjum farvegi þegar fram líða stundir, er verulega uppörvandi að finna heilbrigða skynsemi, þrótt og æðruleysi hjá fólki framtíðarinnar. Að ekki sé talað um skilning á því að góð og samhent fjölskylda á uppvaxtarárum er innstæða sem aldrei tapast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun
Það er margt sem maður sleppir núna og saknar ekki. Fattar allt í einu að maður hefur jafnvel verið að kaupa eitt og annað sem mann langar ekki einu sinni í," sagði vinur minn á sautjánda ári, þegar ég spurði hvernig hann og skólafélagar hans upplifðu ástandið í þjóðfélaginu. „Nú spáir maður meira í hvað maður borgar fyrir," sagði hann. „Margir hafa farið á McDonalds í hádeginu eða verslað í skólabúðinni þar sem allt er helmingi dýrara en í Bónus. Ég hef yfirleitt keypt mér næringu í Bónus og ekki hitt marga úr skólanum þar. Núna standa skólasystkini mínir hins vegar í biðröð við kassann í þeirri búð og eru meira að segja farin að kvarta yfir verðinu. Sjálfur skoðaði ég með nýjum augum hollustusamlokuna sem ég keypti í Bónus á 230 krónur. Þetta eru tvær brauðsneiðar, með káli á milli og einu og öðru sem til er í ísskápnum heima. Nú útbý ég fimm samlokur á hverjum morgni, tvær fyrir mig og hinar fyrir aðra fjölskyldumeðlimi, og er enga stund að því. Munar ekkert um að smyrja fyrir hina úr því ég geri þetta hvort sem er. Þeir sem kaupa sér gos í frímínútum og samlokur í skólabúðinni í stað þess að koma með nesti að heiman, greiða um eitt þúsund krónur fyrir þetta. Það eru fimm þúsund á viku og tuttugu þúsund á mánuði og krakkarnir eru að átta sig á því að þetta er sóun," bætti hann við. „Þeir sem eru nýkomnir með bílpróf eru hættir að tala um að kaupa sér bíl. Það er dýrt að reka þá og við fáum frítt í strætó. Enginn tilgangur í að eiga bíl. Krakkarnir tala líka um hátt bensínverð og að ferðir heimilisfólks séu sameinaðar sé þess kostur. Ekki sé lengur farið í tilgangslausar ferðir án umhugsunar. Ef við skólasystkinin sjáum til dæmis hagstætt tilboð á pitsum í öðrum bæjarhluta á föstudegi, er sammælst um að einn fari á bíl og sæki fyrir alla. Þegar þemaböll hafa verið haldin í skólanum, hafa margir keypt sér fatnað fyrir ballið í stíl við þemað hverju sinni en nú dettur engum í hug að kaupa sér föt fyrir eitt ball! Nýta sér það sem þeir eiga." Heimilislíf@Megin-Ol Idag 8,3p :Ég verð að viðurkenna að ég átti hreint ekki von á svona skilmerkilegu svari við spurningunni til menntaskólanemans og þaðan af síður þessari aðlögun allsnægtabarna á breyttum tímum. Hann talar beinlínis um þetta eins og áhugavert verkefni. Ég spurði hvort það væri eitthvað fleira sem honum fyndist hafa breyst vegna samdráttar í þjóðfélaginu.„Já," sagði hann að bragði, „það er allt í einu miklu betri matur heima í miðri viku. Mamma er farin að elda af mikilli hugkvæmni! Í staðinn fyrir hamborgara og franskar er maður að kynnast alls konar réttum og hlakkar til að setjast við matarborðið á hverjum degi. Þess utan er boðið upp á heimabökuð brauð og kökur. Áður skruppum við gjarnan í bakarí um helgar og keyptum kannski fyrir 2.500 krónur. Núna tökum við heimabakað brauð úr frystinum, bökum vöfflur og kökur. Og það er ekki bara gott að gæða sér á bakkelsinu heldur finnst mér líka gaman að baka með mömmu. Þetta er svona fjölskyldustemning með skemmtilegum tilbrigðum. Til dæmis er það þannig að þegar keyptir eru sex bananar, eru þrír borðaðir strax en hinir settir í skál á borðinu. Þar verða þeir stundum dökkir og ofþroskaðir svo að maður hefur ekki lyst á þeim. Nú býr mamma til bananabrauð úr þeim. Og ef mjólkin er komin fram yfir síðasta söludag fer hún í grjónagraut. Þannig að ég kvarta ekki yfir þessari kreppu!" sagði vinur minn, sem er góður námsmaður, kröftugur í íþróttum og félagslífi og á móður sem er í krefjandi ábyrgðarstafi. Góð ávöxtunÍ yfirstandandi fárviðri efnahagsmála, fjölmiðlunar og stjórnmála, þar sem friður er boðaður í einu orðinu en stríð í öðru, samstaðan mærð, en hefndum hótað, í þjóðfélagi sem er í umpólun og endurskoðun á gildismati og mun á einhvern hátt skjóta rótum í nýjum farvegi þegar fram líða stundir, er verulega uppörvandi að finna heilbrigða skynsemi, þrótt og æðruleysi hjá fólki framtíðarinnar. Að ekki sé talað um skilning á því að góð og samhent fjölskylda á uppvaxtarárum er innstæða sem aldrei tapast.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun