Einn leikur fór fram í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Djurgården, lið Sigurðs Jónssonar, gerði 1-1 jafntefli við botnlið Norrköping.
Norrköping komst yfir í leiknum í upphafi leiksins en Djurgården jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var eftir.
Gunnar Þór Gunnarsson lék allan leikinn í liði Norrköping sem er enn á botni deildarinnar með sextán stig eftir 24 leiki.
Djurgården er í áttunda sæti deildarinnar með 33 stig.