Tómas Kjartansson, átján ára leikmaður annars flokks Keflavíkur, er nú að æfa með sænska úrvalsdeildarfélaginu Trelleborg þar sem hann er til reynslu.
„Þetta er hraustur örfættur strákur," sagði Lasse Larsson, framkvæmdarstjóri Trelleborg við sænska miðla. „Við fáum tækifæri til að sjá hann spila í æfingaleik á föstudaginn," bætti hann við.
Tómas er varnarmaður sem var tvívegis í leikmannahópi Keflavíkur í Landsbankadeildinni í sumar en kom þó ekki við sögu í neinum leikjum. Hann gekk til liðs við Keflavík um mitt sumar frá Stjörnunni.