Allt undir í tvenndarleiknum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2008 13:25 Ragna Ingólfsdóttir og Katrín Atladóttir. Mynd/Völundur Síðar í dag mætir íslenska landsliðið í badminton því finnska í hreinum úrslitaleik um hvort liðið heldur sæti sínu í A-deild Evrópumótsins. Ísland vann í morgun sigur á Eistum, 3-2, í æsispennandi viðureign um hvort liðið kæmist í leikinn um þrettánda sætið á mótinu. Það sæti gefur áframhaldandi þátttökurétt í A-deild en þrjú neðstu liðin á mótinu, sem lenda í 14.-16. sæti, falla í B-deildina. „Þetta var afar sætur sigur eins og þetta var súrt í gær," sagði Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari en Ísland tapaði naumlega fyrir Tékklandi í gær, 3-2. „Þetta var sama þróun í dag, þetta stóð hrikalega tæpt en hafðist í lokin." Árni segir að íslenska liðið sé betra en það eistneska en að það hafi náð að hanga lengi vel í viðureigninni. Úrslitin réðust í oddalotunni í tvíliðaleik kvenna sem þær Ragna Ingólfsdóttir og Tinna Helgadóttir unnu, 21-18. „Þær eistnesku voru sterkari en við bjuggumst við en þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem var." Ísland vann einnig sínar viðureignir í tvíliðaleik karla og tvenndarleik en það tapaði báðum einliðaleikjum sínum. Árni segir að það hafi verið viðbúið. „Ragna spilar ekki í einliðaleik, bæði vegna þess að hún þarf að hlífa sér vegna meiðsla sinna og við viljum heldur ekki fórna henni í einliðaleikinn. Okkar möguleikar felast í því að vinna tvenndar- og tvíliðaleikina því við eigum litla möguleika í einliðaleiknum." „Það sama verður upp á teningnum gegn Finnum. Þau eru með mjög sterka leikmenn í einliðaleiknum og við eigum litla möguleika þar. Við eigum hins vegar jafna möguleika í tvenndar- og tvíliðaleik og þar liggur okkar möguleiki." Fyrsta viðureignin verður í tvenndarleik þar sem Ragna og Helgi Jóhannesson keppa fyrir Íslands hönd. Í kjölfarið koma báðar viðureignirnar í einliðaleik. „Þetta þýðir að við hreinlega verðum að vinna tvenndarleikinn. Ef við lendum 3-0 undir verður leiknum lokið og tvíliðaleikirnir fara ekki einu sinni fram. Það er því allt undir í tvenndarleiknum." Viðureign Íslands og Finnlands hefst klukkan 16.00. Erlendar Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Í beinni: ÍR - Stjarnan | Garðbæingar geta komist í kjörstöðu Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Sjá meira
Síðar í dag mætir íslenska landsliðið í badminton því finnska í hreinum úrslitaleik um hvort liðið heldur sæti sínu í A-deild Evrópumótsins. Ísland vann í morgun sigur á Eistum, 3-2, í æsispennandi viðureign um hvort liðið kæmist í leikinn um þrettánda sætið á mótinu. Það sæti gefur áframhaldandi þátttökurétt í A-deild en þrjú neðstu liðin á mótinu, sem lenda í 14.-16. sæti, falla í B-deildina. „Þetta var afar sætur sigur eins og þetta var súrt í gær," sagði Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari en Ísland tapaði naumlega fyrir Tékklandi í gær, 3-2. „Þetta var sama þróun í dag, þetta stóð hrikalega tæpt en hafðist í lokin." Árni segir að íslenska liðið sé betra en það eistneska en að það hafi náð að hanga lengi vel í viðureigninni. Úrslitin réðust í oddalotunni í tvíliðaleik kvenna sem þær Ragna Ingólfsdóttir og Tinna Helgadóttir unnu, 21-18. „Þær eistnesku voru sterkari en við bjuggumst við en þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem var." Ísland vann einnig sínar viðureignir í tvíliðaleik karla og tvenndarleik en það tapaði báðum einliðaleikjum sínum. Árni segir að það hafi verið viðbúið. „Ragna spilar ekki í einliðaleik, bæði vegna þess að hún þarf að hlífa sér vegna meiðsla sinna og við viljum heldur ekki fórna henni í einliðaleikinn. Okkar möguleikar felast í því að vinna tvenndar- og tvíliðaleikina því við eigum litla möguleika í einliðaleiknum." „Það sama verður upp á teningnum gegn Finnum. Þau eru með mjög sterka leikmenn í einliðaleiknum og við eigum litla möguleika þar. Við eigum hins vegar jafna möguleika í tvenndar- og tvíliðaleik og þar liggur okkar möguleiki." Fyrsta viðureignin verður í tvenndarleik þar sem Ragna og Helgi Jóhannesson keppa fyrir Íslands hönd. Í kjölfarið koma báðar viðureignirnar í einliðaleik. „Þetta þýðir að við hreinlega verðum að vinna tvenndarleikinn. Ef við lendum 3-0 undir verður leiknum lokið og tvíliðaleikirnir fara ekki einu sinni fram. Það er því allt undir í tvenndarleiknum." Viðureign Íslands og Finnlands hefst klukkan 16.00.
Erlendar Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Í beinni: ÍR - Stjarnan | Garðbæingar geta komist í kjörstöðu Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Sjá meira