Kári Árnason lék allan leikinn með AGF í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem vann 2-1 sigur á Vejle í dag.
Þetta var annar sigur AGF í röð og fjórði sigur liðsins í síðustu fimm leikjum.
AGF er í fimmta sæti deildarinnar með fimmtán stig eftir ellefu leiki. OB er á toppi deildarinnar með 24 stig.

