Íslenski landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason þarf að fara í aðgerð vegna hnémeiðsla. Það er því ljóst að hann mun ekki spila meira á þessari leiktíð með Helsingborg í sænsku deildinni.
Ólafur Ingi hefur verið mjög óheppinn með meiðsli á sínum ferli.
Aðeins sex umferðum er lokið í sænsku deildinni og er Helsingborg í sjötta sæti deildarinnar með níu stig.