Sebastien Loeb frá Frakklandi vann sigur í Þýskalandsrallinu í dag. Með þessum sigri tók hann forystu í stigakeppni ökumanna en hann er með 72 stig, fjórum stigum á undan Mikko Hirvonen sem er í öðru sæti.
Sigur Loeb í dag var öruggur en Spánverjinn Dani Sordo hafnaði í öðru sæti. Hann ekur á Citroen C4 líkt og Loeb.