Tónlist

Tónleikar í Hljómalind

Skipuleggjendur hátíðarinnar, þeir Ólafur Thorsson, Siggi pönk, Einar Friðjónsson og Einar Sigurðsson.
Skipuleggjendur hátíðarinnar, þeir Ólafur Thorsson, Siggi pönk, Einar Friðjónsson og Einar Sigurðsson.
Fjöldi hljómsveita kemur fram á kaffihúsinu Hljómalind meðan á Iceland Airwaves stendur, dagana 15. til 19. október. Á meðal þeirra verða breska sveitin Florence and the Machine, Jamie de Moon frá Bandaríkjunum, Digital Madness, Sagtmóðigur, Dys og Mai Chi frá Bretlandi.

Ókeypis verður inn á tónleikana en nánari upplýsingar má finna á síðunum Myspace.com/electroniecthics og kaffhljomalind.org. Það eru Iceland Airwaves, Nýja samvinnuhreyfingin og Hljómalind sem skipuleggja þessa tónlistarhátíð í sameiningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×