Englendingurinn Justin Rose og Suður-Afríkumaðurinn Trevor Immelman hafa forystu eftir fyrsta hringinn á Masters-mótinu í golfi á Augusta vellinum í Georgíu.
Þeir léku báðir á fjórum höggum undir pari en þeir Lee Westwood, Brendt Snedeker og Brian Bateman koma næstir á þremur undir pari.
Tiger Woods lék fyrsta hringinn á pari og er í 19.-32. sæti á mótinu, en núverandi meistarinn Zach Johnson var á tveimur undir pari. Þá afrekaði Ian Poulter að fara holu í höggi á 16. brautinni og var á tveimur undir pari líkt og meistarinn.