Tónlist

Coldplay sigursæl

Coldplay heldur á verðlaununum sem sveitin fékk frá breska tónlistartímaritinu Q.
 nordicphotos/gettyimages
Coldplay heldur á verðlaununum sem sveitin fékk frá breska tónlistartímaritinu Q. nordicphotos/gettyimages

Hljómsveitin Coldplay vann tvenn verðlaun á Q-hátíðinni í London, þar á meðal fyrir plötu ársins, Viva La Vida or Death And All His Friends. Einnig var Coldplay valin besta hljómsveitin í heiminum í dag og bar þar sigurorð af Metallica, Muse, Kings of Leon og Oasis.

Á hátíðinni lýsti Chris Martin, söngvari Coldplay, því yfir að sveitin væri vissulega sú besta í heiminum, en bætti svo við. „Nei, ekki alveg. U2 er í fríi og Radiohead líka.“

Söngkonan Duffy frá Wales var kjörin skærasta nýja stjarnan og írska sveitin Keane fékk verðlaun fyrir besta lagið, Spiralling. David Gilmour úr Pink Floyd fékk heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til tónlistarheimsins. Tileiknaði hann látnum félaga sínum, Richard Wright, verðlaunin og bað fólk um að rísa úr sætum og skála fyrir honum. Hljómsveitin The Last Shadow Puppets, með Alex Turner úr Arctic Monkeys innanborðs, var síðan valin besti nýliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×