Matur og Fjör á Primo um helgina 22. febrúar 2008 16:16 Mikið er um að vera á veitingastaðnum Primo í Reykjanesbæ um helgina, en þar verður meistarakokkurinn Rúnar Marvinsson gestakokkur á föstudag og laugardag. Þessi uppákoma er undir yfirskriftinni "Matur og Fjör" og er í tengslum við Food and Fun hátíðina sem er á Höfuðborgarsvæðinu um helgina.Rúnari til aðstoðar er Bjartmar Guðmundsson og vera þeir með kræsilegan þriggja rétta matseðil. Hann samanstendur af koníaksbættu humarseyði, innbakaðri saltfiskmús með humarhala og loks franskri andarbringu í appelsínusósu. Þá má ekki gleyma óvæntum eftirrétti að hætti kokkanna.Þess má einnig geta að þeir verða líka með kjötveislu matseðil í boði.Á laugardagskvöld verður svo sérstakt Primo-partý í boði Viking Lite þar sem haldið verður upp á nýjan opnunartíma um helgar, en héðan í frá verður leyft að hafa opið til kl. 4.30 eins og aðrir staðir í bænum. Food and Fun Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent
Food and Fun Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent