Immelman sá fyrsti síðan Player Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2008 10:49 Zach Johnson klæðir Trevor Immelman í græna jakkann. Nordic Photos / Getty Images Trevor Immelman varð í gær fyrsti Suður-Afríkumaðurinn til að sigra á bandaríska meistaramótinu í golfi síðan að Gary Player fagnaði sigri á mótinu árið 1978, fyrir 30 árum síðan. Þetta var einnig fyrsti sigur Immelman á stórmóti en í desember á síðasta ári gekkst hann undir aðgerð þar sem góðkynja æxli var fjarlægt úr honum. Hann missti af fyrstu átta vikum keppnistímabilsins vegna þessa og reiknuðu ekki margir með að hann ynni til afreka um helgina. Í upphafi mánaðarins komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-móti í Houston og besti árangur hans fyrir helgina síðan að aðgerðin fór fram var 40. sæti. Immelman sagði að þetta hafi verið afar viðburðarríkur tími en Player gerði sitt til að stappa stálið í honum. „Hann sagði mér að hann hefði trú á mér og að ég þyrfti að hafa trú á mér sjálfum. Ég fékk gæsahúð," sagði Immelman. Hann kláraði mótið með þriggja högga forystu á næsta mann, Tiger Woods. Immelman gerðist atvinnukylfingur 20 ára gamall árið 1999 en hann er 28 ára gamall í dag. Hann hóf keppni á Evrópumótaröðinni árið 2001 og PGA-mótaröðinni árið 2006 en hann var í kjölfarið kjörinn nýliði ársins. Hann kom hingað til Íslands árið 2004 og keppti á Canon-móti Nýherja á Hvaleyrarvelli. Hann bar sigur úr býtum við erfiðar aðstæður en hann lék á 72 höggum. Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Trevor Immelman varð í gær fyrsti Suður-Afríkumaðurinn til að sigra á bandaríska meistaramótinu í golfi síðan að Gary Player fagnaði sigri á mótinu árið 1978, fyrir 30 árum síðan. Þetta var einnig fyrsti sigur Immelman á stórmóti en í desember á síðasta ári gekkst hann undir aðgerð þar sem góðkynja æxli var fjarlægt úr honum. Hann missti af fyrstu átta vikum keppnistímabilsins vegna þessa og reiknuðu ekki margir með að hann ynni til afreka um helgina. Í upphafi mánaðarins komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-móti í Houston og besti árangur hans fyrir helgina síðan að aðgerðin fór fram var 40. sæti. Immelman sagði að þetta hafi verið afar viðburðarríkur tími en Player gerði sitt til að stappa stálið í honum. „Hann sagði mér að hann hefði trú á mér og að ég þyrfti að hafa trú á mér sjálfum. Ég fékk gæsahúð," sagði Immelman. Hann kláraði mótið með þriggja högga forystu á næsta mann, Tiger Woods. Immelman gerðist atvinnukylfingur 20 ára gamall árið 1999 en hann er 28 ára gamall í dag. Hann hóf keppni á Evrópumótaröðinni árið 2001 og PGA-mótaröðinni árið 2006 en hann var í kjölfarið kjörinn nýliði ársins. Hann kom hingað til Íslands árið 2004 og keppti á Canon-móti Nýherja á Hvaleyrarvelli. Hann bar sigur úr býtum við erfiðar aðstæður en hann lék á 72 höggum.
Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira