Tónlist

Leona Lewis slær sölumet

Nýjasta lag hennar seldist í 70 þúsund eintökum í gegnum Netið á aðeins tveimur dögum.
Nýjasta lag hennar seldist í 70 þúsund eintökum í gegnum Netið á aðeins tveimur dögum.

Nýjasta smáskífulag söngkonunnar Leona Lewis hefur selst mest allra í Bretlandi af þeim sem hafa eingöngu komið út í stafrænu formi. Lagið, sem er hennar útgáfa af lagi Snow Patrol, Run, seldist í tæpum sjötíu þúsund eintökum á fyrstu tveimur dögunum, sem er nýtt met.

Þar með sló það út lag Estelle, American Boy, sem seldist á sínum tíma í tæpum 52 þúsundum eintaka á einni viku. Lewis, sem vann X-Factor í Bretlandi fyrir tveimur árum, hefur selt sína fyrstu plötu, Spirit, í fjórum milljónum eintaka síðan hún kom út fyrir ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×