Norska úrvalsdeildin hófst aftur í kvöld eftir sumarfrí er Bodö/Glimt og Rosenborg gerðu 1-1 jafntefli.
Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Bodö/Glimt sem komst yfir í leiknum með marki Thomas Rönning á 57. mínútu.
Vadim Demidov jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar og þar við sat.
Bodö/Glimt er í þriðja sæti deildarinnar með átján stig, sex stigum á eftir toppliði Stabæk sem á þar að auki leik til góða.
Rosenborg er í fimmta sætinu með fimmtán stig.

