Íslenski boltinn

Óttast að Eiður Smári meiðist frekar

Samkvæmt heimildum Vísis eru forráðamenn Barcelona tregir til að leyfa Eiði Smára Guðjohnsen að spila með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum við Wales á miðvikudaginn.

Upphaflega stóð ekki til að Eiður fengi að spila leikinn þar sem hann átti að fara með liðinu til Saudi-Arabíu til að spila sérstakan sýningarleik þar í landi, en vonir manna vöknuðu á ný í gær þegar ljóst varð að leiknum yrði frestað vegna anna lykilmanna og meiðsla í hóp Börsunga.

Þrátt fyrir þetta eru forráðamenn Barcelona ekki hrifnir af því að hleypa Eið Smára í leikinn í næstu viku, því hann hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Þeir vilji síður að þau taki sig upp að nýju í landsleik, enda sé hér ekki um opinberan landsleikjadag að ræða.

Eiður meiddist aftur á fæti í stórleik Barcelona og Real Madrid þann 7. maí sl. og var reyndar svo tæpur að hann þurfti að fá sprautu fyrir leikinn.

Eiður kom til landsins frá Spáni í gærkvöld. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×