Svarar gagnrýni Ítala 2. október 2008 07:00 Spike Lee Leikstjórinn hefur skoðanir á öllu milli himins og jarðar. Nýjasta mynd leikstjórans Spikes Lee, Miracle at St. Anna, er þegar farin að vekja nokkrar deilur þó að aðeins séu nokkrir dagar liðnir frá frumsýningu hennar í Bandaríkjunum um síðustu helgi og sé enn ekki komin í almennar sýningar í Evrópu. Myndin fjallar um þátttöku svartra, bandarískra hermanna í seinni heimsstyrjöldinni, en frægt er orðið hversu svekktur Lee var út í Clint Eastwood vegna þess hve lítinn gaum sá síðarnefndi gaf baráttu svartra hermanna í stríðsmyndum sínum Letters from Iwo Jima og Flags of our Fathers. Lee fékk hins vegar sjálfur á sig gagnrýni fyrir að fara frjálslega með staðreyndir þegar Miracle at St. Anna var frumsýnd í Róm nýverið. Í myndinni er því nefnilega haldið fram að andspyrnuhópur sem barðist á móti ítölskum fasisma hafi átt þátt í því að nasistar slátruðu um 560 óbreyttum ítölskum borgurum árið 1944. Eftirlifandi meðlimir andspyrnuhópsins segja þessa útgáfu Lees á staðreyndum helbera lygi og óttast hún leiði af sér endurskrifun sögunnar í hugum almennings. Í kjölfar lygaásakananna kom Lee fram á blaðamannafundi ásamt James McBride, handritshöfundi myndarinnar. McBride bað andspyrnumeðlimina afsökunar á því að hafa móðgað þá. „En atburðir seinni heimsstyrjaldarinnar tilheyra líka sögu Bandaríkjanna og ég varð að skrifa handritið út frá því sjónarhorni," bætti hann við. Lee lagði aftur á móti til atlögu við gagnrýnendur sína, eins og hans er von og vísa. „Ég ætla ekki að afsaka neitt," sagði hann. „Ég tel að þessi viðbrögð við myndinni sýni einfaldlega fram á að Ítalir eiga enn eftir að horfast í augu við ýmislegt í sinni eigin sögu. Að auki er þessi kvikmynd ekki heimildarmynd, heldur túlkun okkar á atburðunum sem áttu sér stað." - vþ Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Nýjasta mynd leikstjórans Spikes Lee, Miracle at St. Anna, er þegar farin að vekja nokkrar deilur þó að aðeins séu nokkrir dagar liðnir frá frumsýningu hennar í Bandaríkjunum um síðustu helgi og sé enn ekki komin í almennar sýningar í Evrópu. Myndin fjallar um þátttöku svartra, bandarískra hermanna í seinni heimsstyrjöldinni, en frægt er orðið hversu svekktur Lee var út í Clint Eastwood vegna þess hve lítinn gaum sá síðarnefndi gaf baráttu svartra hermanna í stríðsmyndum sínum Letters from Iwo Jima og Flags of our Fathers. Lee fékk hins vegar sjálfur á sig gagnrýni fyrir að fara frjálslega með staðreyndir þegar Miracle at St. Anna var frumsýnd í Róm nýverið. Í myndinni er því nefnilega haldið fram að andspyrnuhópur sem barðist á móti ítölskum fasisma hafi átt þátt í því að nasistar slátruðu um 560 óbreyttum ítölskum borgurum árið 1944. Eftirlifandi meðlimir andspyrnuhópsins segja þessa útgáfu Lees á staðreyndum helbera lygi og óttast hún leiði af sér endurskrifun sögunnar í hugum almennings. Í kjölfar lygaásakananna kom Lee fram á blaðamannafundi ásamt James McBride, handritshöfundi myndarinnar. McBride bað andspyrnumeðlimina afsökunar á því að hafa móðgað þá. „En atburðir seinni heimsstyrjaldarinnar tilheyra líka sögu Bandaríkjanna og ég varð að skrifa handritið út frá því sjónarhorni," bætti hann við. Lee lagði aftur á móti til atlögu við gagnrýnendur sína, eins og hans er von og vísa. „Ég ætla ekki að afsaka neitt," sagði hann. „Ég tel að þessi viðbrögð við myndinni sýni einfaldlega fram á að Ítalir eiga enn eftir að horfast í augu við ýmislegt í sinni eigin sögu. Að auki er þessi kvikmynd ekki heimildarmynd, heldur túlkun okkar á atburðunum sem áttu sér stað." - vþ
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira