Langholtskirkja aftur af stað 4. september 2008 05:15 Langholtskirkja Stendur fyrir öflugu tónlistarstarfi í vetur. Vetrardagskrá Kórs Langholtskirkju fer senn að hefjast og er ýmislegt áhugavert á döfinni. Mun kórinn koma fram í nýrri mynd þar sem síðastliðið vor voru gerðar skipulagsbreytingar á starfi Kórs Langholtskirkju sem fólu í sér kröfur um aukna kunnáttu kórfélaga. Fjöldi er takmarkaður við átta í hverri rödd. Með því móti á hann að vera fær um að flytja erfið verk, meðal annars fyrir tvo kóra. Jafnframt gefast kórfélögum aukin tækifæri til að koma fram sem einsöngvarar í messum og einnig á tónleikum. Ýmislegt er fréttnæmt af kórnum; fyrst má nefna að hann er á leið til Liverpool nú í lok nóvember þar sem hann tekur þátt í flutningi níundu sinfóníu Beethovens með Konunglegu fílharmóníusveitinni undir stjórn Vladimirs Ashkenazy. Einnig syngur kórinn jólatónleika í dómkirkjunni í Liverpool. Hinir vinsælu jólasöngvar ásamt Gradualekór Langholtskirkju verða í desember með Braga Bergþórssyni, Eivöru Pálsdóttur og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Í maí verða síðan stórtónleikar þar sem flutt verður Dixit Dominus eftir Vivaldi en verkið fannst ekki fyrr en árið 2005 og er fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Á sömu tónleikum verður einnig flutt Magnificat eftir Vivaldi. Kórfélögum verður gefinn kostur á að syngja einsöngshlutverkin. Stjórnandi Kórs Langholtskirkju er, sem fyrr, Jón Stefánsson. Einnig er vert að minnast á að nú um helgina kemur til landsins fjórraddaður barnakór frá Svíþjóð og heldur tónleika í Langholtskirkju á laugardag kl. 17 og syngur í messu í kirkjunni á sunnudag kl. 11. Kórinn kemur einnig fram á tónleikum í Skálholtskirkju á morgun kl. 16. Aðgangur á tónleikana er ókeypis. - vþ Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Vetrardagskrá Kórs Langholtskirkju fer senn að hefjast og er ýmislegt áhugavert á döfinni. Mun kórinn koma fram í nýrri mynd þar sem síðastliðið vor voru gerðar skipulagsbreytingar á starfi Kórs Langholtskirkju sem fólu í sér kröfur um aukna kunnáttu kórfélaga. Fjöldi er takmarkaður við átta í hverri rödd. Með því móti á hann að vera fær um að flytja erfið verk, meðal annars fyrir tvo kóra. Jafnframt gefast kórfélögum aukin tækifæri til að koma fram sem einsöngvarar í messum og einnig á tónleikum. Ýmislegt er fréttnæmt af kórnum; fyrst má nefna að hann er á leið til Liverpool nú í lok nóvember þar sem hann tekur þátt í flutningi níundu sinfóníu Beethovens með Konunglegu fílharmóníusveitinni undir stjórn Vladimirs Ashkenazy. Einnig syngur kórinn jólatónleika í dómkirkjunni í Liverpool. Hinir vinsælu jólasöngvar ásamt Gradualekór Langholtskirkju verða í desember með Braga Bergþórssyni, Eivöru Pálsdóttur og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Í maí verða síðan stórtónleikar þar sem flutt verður Dixit Dominus eftir Vivaldi en verkið fannst ekki fyrr en árið 2005 og er fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Á sömu tónleikum verður einnig flutt Magnificat eftir Vivaldi. Kórfélögum verður gefinn kostur á að syngja einsöngshlutverkin. Stjórnandi Kórs Langholtskirkju er, sem fyrr, Jón Stefánsson. Einnig er vert að minnast á að nú um helgina kemur til landsins fjórraddaður barnakór frá Svíþjóð og heldur tónleika í Langholtskirkju á laugardag kl. 17 og syngur í messu í kirkjunni á sunnudag kl. 11. Kórinn kemur einnig fram á tónleikum í Skálholtskirkju á morgun kl. 16. Aðgangur á tónleikana er ókeypis. - vþ
Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira