Langholtskirkja aftur af stað 4. september 2008 05:15 Langholtskirkja Stendur fyrir öflugu tónlistarstarfi í vetur. Vetrardagskrá Kórs Langholtskirkju fer senn að hefjast og er ýmislegt áhugavert á döfinni. Mun kórinn koma fram í nýrri mynd þar sem síðastliðið vor voru gerðar skipulagsbreytingar á starfi Kórs Langholtskirkju sem fólu í sér kröfur um aukna kunnáttu kórfélaga. Fjöldi er takmarkaður við átta í hverri rödd. Með því móti á hann að vera fær um að flytja erfið verk, meðal annars fyrir tvo kóra. Jafnframt gefast kórfélögum aukin tækifæri til að koma fram sem einsöngvarar í messum og einnig á tónleikum. Ýmislegt er fréttnæmt af kórnum; fyrst má nefna að hann er á leið til Liverpool nú í lok nóvember þar sem hann tekur þátt í flutningi níundu sinfóníu Beethovens með Konunglegu fílharmóníusveitinni undir stjórn Vladimirs Ashkenazy. Einnig syngur kórinn jólatónleika í dómkirkjunni í Liverpool. Hinir vinsælu jólasöngvar ásamt Gradualekór Langholtskirkju verða í desember með Braga Bergþórssyni, Eivöru Pálsdóttur og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Í maí verða síðan stórtónleikar þar sem flutt verður Dixit Dominus eftir Vivaldi en verkið fannst ekki fyrr en árið 2005 og er fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Á sömu tónleikum verður einnig flutt Magnificat eftir Vivaldi. Kórfélögum verður gefinn kostur á að syngja einsöngshlutverkin. Stjórnandi Kórs Langholtskirkju er, sem fyrr, Jón Stefánsson. Einnig er vert að minnast á að nú um helgina kemur til landsins fjórraddaður barnakór frá Svíþjóð og heldur tónleika í Langholtskirkju á laugardag kl. 17 og syngur í messu í kirkjunni á sunnudag kl. 11. Kórinn kemur einnig fram á tónleikum í Skálholtskirkju á morgun kl. 16. Aðgangur á tónleikana er ókeypis. - vþ Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Vetrardagskrá Kórs Langholtskirkju fer senn að hefjast og er ýmislegt áhugavert á döfinni. Mun kórinn koma fram í nýrri mynd þar sem síðastliðið vor voru gerðar skipulagsbreytingar á starfi Kórs Langholtskirkju sem fólu í sér kröfur um aukna kunnáttu kórfélaga. Fjöldi er takmarkaður við átta í hverri rödd. Með því móti á hann að vera fær um að flytja erfið verk, meðal annars fyrir tvo kóra. Jafnframt gefast kórfélögum aukin tækifæri til að koma fram sem einsöngvarar í messum og einnig á tónleikum. Ýmislegt er fréttnæmt af kórnum; fyrst má nefna að hann er á leið til Liverpool nú í lok nóvember þar sem hann tekur þátt í flutningi níundu sinfóníu Beethovens með Konunglegu fílharmóníusveitinni undir stjórn Vladimirs Ashkenazy. Einnig syngur kórinn jólatónleika í dómkirkjunni í Liverpool. Hinir vinsælu jólasöngvar ásamt Gradualekór Langholtskirkju verða í desember með Braga Bergþórssyni, Eivöru Pálsdóttur og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Í maí verða síðan stórtónleikar þar sem flutt verður Dixit Dominus eftir Vivaldi en verkið fannst ekki fyrr en árið 2005 og er fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Á sömu tónleikum verður einnig flutt Magnificat eftir Vivaldi. Kórfélögum verður gefinn kostur á að syngja einsöngshlutverkin. Stjórnandi Kórs Langholtskirkju er, sem fyrr, Jón Stefánsson. Einnig er vert að minnast á að nú um helgina kemur til landsins fjórraddaður barnakór frá Svíþjóð og heldur tónleika í Langholtskirkju á laugardag kl. 17 og syngur í messu í kirkjunni á sunnudag kl. 11. Kórinn kemur einnig fram á tónleikum í Skálholtskirkju á morgun kl. 16. Aðgangur á tónleikana er ókeypis. - vþ
Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira