Mikil spenna á heimsmótinu í Ohio 3. ágúst 2008 10:48 Vijay Singh NordcPhotos/GettyImages Kylfingarnir Lee Westwood, Vijay Singh og Phil Mickelson eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á heimsmótinu í golfi á PGA mótaröðinni sem fram fer í Akron í Ohio í Bandaríkjunum. Mikil spenna er á mótinu þar sem í boði eru sigurlaun upp á 108 milljónir króna. Margir af bestu kylfingum heims keppast nú að því að hirða titilinn hans Tiger Woods á þessu stórmóti sem Woods vann í fyrra en hann er ekki með á þessu móti þar sem hann er enn að jafna sig eftir hnéaðgerð. Spánverjinn Miguel-Angel Jimenez náði snemma forystu eftir frábæra byrjun, en hann lék þó af sér undir lokin og er ásamt fjórum öðrum kylfingum í sjöunda sæti, fjórum höggum á eftir efstu mönnum. Phil Mickelson er staðráðinn í að nýta sér fjarveru Tiger Woods og fuglar á fjórtándu, fimmtándu og sextándu virtust ætla að skila honum forystu fyrir lokahringinn. Hann fékk hins vegar skolla á lokaholunni og fór hringinn á tveimur höggum undir pari og er samtals á átta höggum undir pari eftir þrjá hringi. Það þyðir að Fijimaðurinn Vijay Singh og Englendingurinn Lee Westwood eru jafnir Mickelson í efsta sæti fyrir lokahringinn. Westwood var í hópi þeirra kylfinga sem stóðu sig best í gær. Hann fór hringinn á þremur höggum undir pari. Singh sem hafði eins höggs forystu fyrir gærdaginn gekk upp og ofan í gær. Hann lék hringinn á einu höggi undir pari og er jafn þeim Westwood og Mickelson fyrir lokahringinn sem verður leikinn í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð2 sport klukkan sex. Staðan á mótinu. Golf Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Kylfingarnir Lee Westwood, Vijay Singh og Phil Mickelson eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á heimsmótinu í golfi á PGA mótaröðinni sem fram fer í Akron í Ohio í Bandaríkjunum. Mikil spenna er á mótinu þar sem í boði eru sigurlaun upp á 108 milljónir króna. Margir af bestu kylfingum heims keppast nú að því að hirða titilinn hans Tiger Woods á þessu stórmóti sem Woods vann í fyrra en hann er ekki með á þessu móti þar sem hann er enn að jafna sig eftir hnéaðgerð. Spánverjinn Miguel-Angel Jimenez náði snemma forystu eftir frábæra byrjun, en hann lék þó af sér undir lokin og er ásamt fjórum öðrum kylfingum í sjöunda sæti, fjórum höggum á eftir efstu mönnum. Phil Mickelson er staðráðinn í að nýta sér fjarveru Tiger Woods og fuglar á fjórtándu, fimmtándu og sextándu virtust ætla að skila honum forystu fyrir lokahringinn. Hann fékk hins vegar skolla á lokaholunni og fór hringinn á tveimur höggum undir pari og er samtals á átta höggum undir pari eftir þrjá hringi. Það þyðir að Fijimaðurinn Vijay Singh og Englendingurinn Lee Westwood eru jafnir Mickelson í efsta sæti fyrir lokahringinn. Westwood var í hópi þeirra kylfinga sem stóðu sig best í gær. Hann fór hringinn á þremur höggum undir pari. Singh sem hafði eins höggs forystu fyrir gærdaginn gekk upp og ofan í gær. Hann lék hringinn á einu höggi undir pari og er jafn þeim Westwood og Mickelson fyrir lokahringinn sem verður leikinn í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð2 sport klukkan sex. Staðan á mótinu.
Golf Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti