Óskastundin Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 23. ágúst 2008 07:00 Öll þráum við óskastundina, stundum oft á dag. ég vildi, ég óska … Þráin, viljinn að heimta það torsótta, óvænta, er efld með öllum ráðum í vitund okkar: hinn óvænti vinningur, hamingjustundin, sæla augnabliks er lofuð og upphafin allt í kringum okkur en er torfengin: til forna stigu óskasteinar upp úr djúpum brunnum utan alfaraleiða og flutu þar skamma næturstund. Í dag rætist sú ósk borgarbúa að þeir komi saman á torgum og dreift samfélag borgar okkar verði eitt mannhaf: við komum saman. Og gríðarleg þátttaka borgarbúa í hátíð dagsins er til marks um að við náum saman þegar við hörfum inn í gamla kvosina og holtadrögin umhverfis. Göturnar fyllast af gangandi fólki og borgin iðar af lífi. Óskin um lifandi borgarlíf verður staðreynd. Og fólk talar þá saman. Borgarbúar hafa um margt að tala þessa dagana. Borgin okkar hefur fengið nýja en þó gamla stjórn. Víst vildu margir borgarbúar geta kosið nýja borgarstjórn, veitt nýjum og sterkari meirihluta skýrara umboð en nú ríkir í borginni. Það finna fulltrúar sem nú sitja í borgarstjórn. Það sundraða vald sem þar hefur ríkt um langa hríð finnur þá megnu óánægju sem logar enn meðal umbjóðenda borgarfulltrúanna. Margt breyttist ef þá bitru virkjun mætti gangsetja strax og hætt við að margir yrðu þá að verja sæti sín á framboðslistum. En það verður ekki, hvorki hér né í öðrum sveitarfélögum þar sem sundrung og valdabarátta hefur laskað sveitarstjórnir. Ekki er hægt að breyta sveitarstjórnarlögum þannig að kosið verði upp á nýtt í hvert sinn sem meirihlutasamstarf hrekst milli fylkinga sökum eiginhagsmunapots kjörinna fulltrúa. Í Reykjavík hefur harmleikur verið endurtekinn sem farsi. Ungur leiðtogi sjálfstæðismanna hefur loksins heimt það vald sem henni bar greinilega fyrir mörgum mánuðum. Vanmat sjálfstæðismanna á kvenlegri forystu í sínum flokki ræðst ekki af öðru en rótgróinni íhaldssemi sem hefur valdið flokknum skaða sem mögulega verður ekki bættur. Afdráttarlaus afstaða hins nýja borgarstjóra í fjölda mála er fagnaðarefni. Reykvíkingar vilja skýrar línur, áhugi þeirra á framfaramálum sínum er líka skýrari eftir valdabrölt síðustu missera. Þeirra óskir eru skýrari um sumt en annað ekki: vilja þeir reisa fleiri gufuaflsvirkjanir á gropnu Hengilssvæðinu í túnfæti Hvergerðinga? Ekki vildu þeir hafa þær í Laugardalnum. Vilja þeir sjá hafnaraðstöðu sína flytjast út í eyjar eða í nálægar víkur? Sætta þeir sig við að þvergirðingsleg afstaða flugmálayfirvalda standi áfram í vegi fyrir hraðri leit að nýju flugvallarstæði? Óskastundina fær maður aldrei gripið, stundum hittir óskastundin mann óvænt. Þennan dag þegar borgarbúar koma saman hlýtur sú ósk að vera rík í brjóstum þeirra að borgarstjórn Reykjavíkur nái saman þokkalegri liðsheild og nái að vinna borgarbúum gagn. Því eins og gærdagurinn sýndi okkur verða menn að vinna til þess að fá óskir sínar uppfylltar. Þrotlaus vinna, bjartsýni og gleði til verka skila liðsheild árangri. Dagdraumar og framavonir rætast ekki nema menn vinni fyrir þeim, rétt eins og okkar menn í Bejing sýndu í gær, rétt eins og þeir munu sýna sjálfum sér og öllum heiminum á morgun. Óskir okkar duga skammt og rætast aðeins í framkvæmdinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun
Öll þráum við óskastundina, stundum oft á dag. ég vildi, ég óska … Þráin, viljinn að heimta það torsótta, óvænta, er efld með öllum ráðum í vitund okkar: hinn óvænti vinningur, hamingjustundin, sæla augnabliks er lofuð og upphafin allt í kringum okkur en er torfengin: til forna stigu óskasteinar upp úr djúpum brunnum utan alfaraleiða og flutu þar skamma næturstund. Í dag rætist sú ósk borgarbúa að þeir komi saman á torgum og dreift samfélag borgar okkar verði eitt mannhaf: við komum saman. Og gríðarleg þátttaka borgarbúa í hátíð dagsins er til marks um að við náum saman þegar við hörfum inn í gamla kvosina og holtadrögin umhverfis. Göturnar fyllast af gangandi fólki og borgin iðar af lífi. Óskin um lifandi borgarlíf verður staðreynd. Og fólk talar þá saman. Borgarbúar hafa um margt að tala þessa dagana. Borgin okkar hefur fengið nýja en þó gamla stjórn. Víst vildu margir borgarbúar geta kosið nýja borgarstjórn, veitt nýjum og sterkari meirihluta skýrara umboð en nú ríkir í borginni. Það finna fulltrúar sem nú sitja í borgarstjórn. Það sundraða vald sem þar hefur ríkt um langa hríð finnur þá megnu óánægju sem logar enn meðal umbjóðenda borgarfulltrúanna. Margt breyttist ef þá bitru virkjun mætti gangsetja strax og hætt við að margir yrðu þá að verja sæti sín á framboðslistum. En það verður ekki, hvorki hér né í öðrum sveitarfélögum þar sem sundrung og valdabarátta hefur laskað sveitarstjórnir. Ekki er hægt að breyta sveitarstjórnarlögum þannig að kosið verði upp á nýtt í hvert sinn sem meirihlutasamstarf hrekst milli fylkinga sökum eiginhagsmunapots kjörinna fulltrúa. Í Reykjavík hefur harmleikur verið endurtekinn sem farsi. Ungur leiðtogi sjálfstæðismanna hefur loksins heimt það vald sem henni bar greinilega fyrir mörgum mánuðum. Vanmat sjálfstæðismanna á kvenlegri forystu í sínum flokki ræðst ekki af öðru en rótgróinni íhaldssemi sem hefur valdið flokknum skaða sem mögulega verður ekki bættur. Afdráttarlaus afstaða hins nýja borgarstjóra í fjölda mála er fagnaðarefni. Reykvíkingar vilja skýrar línur, áhugi þeirra á framfaramálum sínum er líka skýrari eftir valdabrölt síðustu missera. Þeirra óskir eru skýrari um sumt en annað ekki: vilja þeir reisa fleiri gufuaflsvirkjanir á gropnu Hengilssvæðinu í túnfæti Hvergerðinga? Ekki vildu þeir hafa þær í Laugardalnum. Vilja þeir sjá hafnaraðstöðu sína flytjast út í eyjar eða í nálægar víkur? Sætta þeir sig við að þvergirðingsleg afstaða flugmálayfirvalda standi áfram í vegi fyrir hraðri leit að nýju flugvallarstæði? Óskastundina fær maður aldrei gripið, stundum hittir óskastundin mann óvænt. Þennan dag þegar borgarbúar koma saman hlýtur sú ósk að vera rík í brjóstum þeirra að borgarstjórn Reykjavíkur nái saman þokkalegri liðsheild og nái að vinna borgarbúum gagn. Því eins og gærdagurinn sýndi okkur verða menn að vinna til þess að fá óskir sínar uppfylltar. Þrotlaus vinna, bjartsýni og gleði til verka skila liðsheild árangri. Dagdraumar og framavonir rætast ekki nema menn vinni fyrir þeim, rétt eins og okkar menn í Bejing sýndu í gær, rétt eins og þeir munu sýna sjálfum sér og öllum heiminum á morgun. Óskir okkar duga skammt og rætast aðeins í framkvæmdinni.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun