Bíó og sjónvarp

Stríðsmynd Tarantinos

Smánarlegir drullusokkar Næstir á teikniborði Tarantinos.
Smánarlegir drullusokkar Næstir á teikniborði Tarantinos.

Íslandsvinurinn og svallarinn Quentin Tarantino er eins og vanalega með mörg járn í eldinum. Hann hefur áhuga á að endurgera költmyndina Faster, Pussycat! Kill! Kill! sem brjóstaáhugamaðurinn Russ Meyer gerði fyrir alllöngu. Myndin fjallar um kvennagengi sem lúskrar á karlgörmum í eyðimörk. Slúðurblöðin segja að Quentin hafi boðið klámleikkonunni Teru Patrick að leika aðalhlutverkið sem hin bústna Tura Satana lék upphaflega.

Fyrst á dagskrá Quentins er þó myndin Inglorious Bastards. Tökur hefjast í Evrópu í október og stefnt er að því að koma myndinni á Cannes-hátíðina í maí á næsta ári. Myndin gerist í seinni heimsstyrjöldinni og Quentin mun hafa haft myndina „Dirty Dozen" í huga þegar hann skrifaði handritið. Nafn Brads Pitt hefur heyrst í tengslum við Inglorious Bastards, en fastamenn í liði Quentins, þeir Tim Roth og Michael Madsen, eru báðir fastir í hendi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×