Enn á ný er Robinho í fréttum í ensku pressunni og er nú efast um að hann sé á leið til Chelsea þrátt fyrir allt sem er á undan gengið.
Fyrr í vikunni sagði Peter Kenyon, framkvæmdarstjóri Chelsea, að hann væri þess fullviss um að Robinho væri á leið til Chelsea frá Real Madrid.
Talið var að kaupverðið væri um 30 milljónir punda.
Hins vegar sagði Ramon Calderon, forseti Real, í gær að bæði þjálfarinn og yfirmaður íþróttamála vildu að hann yrði áfram hjá félaginu.
„Hann er samningsbundinn okkur næstu tvö árin og getur fólk dregið sínar ályktanir af því," sagði Predrag Mijatovic, yfirmaður íþróttamála hjá Real.
PSG
Manchester City