Enn tapar Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. maí 2008 22:08 Frank Rijkaard fylgist með sínum mönnum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Barcelona tapaði í kvöld lokaleik sínum á heimavelli undir stjórn Frank Rijkaard. Barcelona hefur unnið einn leik í deildinni síðan í mars. Barcelona hefur aðeins fengið sex stig af 21 mögulegu í síðustu sjö leikjum sínum. Í kvöld tapaði liðið fyrir Mallorca, 3-2, eftir að liðið komst í 2-0 forystu. Thierry Henry kom Barcelona yfir á sautjándu mínútu og Samuel Eto'o bætti öðru við á 56. mínútu. Lionel Messi fór af leikvelli á 63. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Borja Valero fyrsta mark Mallorca. Webo bætti öðru við á 70. mínútu og D. Güiza skoraði svo sigurmarkið á 90. mínútu. Til að bæta gráu á svart fékk Edmilson sitt annað gula spjald í lok leiksins og þar með rautt. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Barcelona vegna meiðsla en aðeins sextán leikmenn A-liðsins eru heilir. Börsungar eru nú átján stigum á Real Madrid sem gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Real Zaragoza á útivelli. Oliveira kom heimamönnum yfir en Ruud van Nistelrooy jafnaði metin áður en fyrri hálfleikur var allur. Robinho kom kom svo Madrídingum yfir á 77. mínútu en Sergio jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Villarreal er í öðru sæti deildarinnar, tíu stigum á undan Villarreal, eftir 2-0 sigur á Espanyol. Javi Venta og Robert Pires skoruðu mörk liðsins. Atletico vann 1-0 sigur á Deportivo og er nú með 64 stig, rétt eins og Barcelona. Efstu fjögur liðin í deildinni komast í Meistaradeild Evrópu og þó svo að Barcelona eigi enn tölfræðilegan möguleika á því að falla niður í fimmta sætið þyrfti Sevilla að vinna með sjö marka mun í lokaleik sínum og treysta á að Börsungar tapi sínum leik til að svo verði. Sevilla er þó með betra markahlutfall en Atletico og getur því með sigri í lokaumferðinni komist upp í fjórða sætið ef Atletico tapar fyrir Valencia í lokaumferðinni. Sevilla mætir Athletic í lokaumferðinni og Barcelona mætir Real Murcia á útivelli. Valencia bjargaði sér endanlega frá falli með 5-1 sigri á Levante í kvöld. Fjögur lið geta enn fylgt Real Murcia og Levante í spænsku B-deildina. Zaragoza er í fallsætinu fyrir lokaumferðina með 42 stig. Osasuna og Recreativo eru með 43 stig og Valladolid með 44 stig. Tvö síðastnefndu liðin mætast í lokaumferðinni. Zaragoza mætir Mallorca á útivelli og Osasuna mætir Racing á útivelli. Spænski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Sjá meira
Barcelona tapaði í kvöld lokaleik sínum á heimavelli undir stjórn Frank Rijkaard. Barcelona hefur unnið einn leik í deildinni síðan í mars. Barcelona hefur aðeins fengið sex stig af 21 mögulegu í síðustu sjö leikjum sínum. Í kvöld tapaði liðið fyrir Mallorca, 3-2, eftir að liðið komst í 2-0 forystu. Thierry Henry kom Barcelona yfir á sautjándu mínútu og Samuel Eto'o bætti öðru við á 56. mínútu. Lionel Messi fór af leikvelli á 63. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Borja Valero fyrsta mark Mallorca. Webo bætti öðru við á 70. mínútu og D. Güiza skoraði svo sigurmarkið á 90. mínútu. Til að bæta gráu á svart fékk Edmilson sitt annað gula spjald í lok leiksins og þar með rautt. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Barcelona vegna meiðsla en aðeins sextán leikmenn A-liðsins eru heilir. Börsungar eru nú átján stigum á Real Madrid sem gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Real Zaragoza á útivelli. Oliveira kom heimamönnum yfir en Ruud van Nistelrooy jafnaði metin áður en fyrri hálfleikur var allur. Robinho kom kom svo Madrídingum yfir á 77. mínútu en Sergio jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Villarreal er í öðru sæti deildarinnar, tíu stigum á undan Villarreal, eftir 2-0 sigur á Espanyol. Javi Venta og Robert Pires skoruðu mörk liðsins. Atletico vann 1-0 sigur á Deportivo og er nú með 64 stig, rétt eins og Barcelona. Efstu fjögur liðin í deildinni komast í Meistaradeild Evrópu og þó svo að Barcelona eigi enn tölfræðilegan möguleika á því að falla niður í fimmta sætið þyrfti Sevilla að vinna með sjö marka mun í lokaleik sínum og treysta á að Börsungar tapi sínum leik til að svo verði. Sevilla er þó með betra markahlutfall en Atletico og getur því með sigri í lokaumferðinni komist upp í fjórða sætið ef Atletico tapar fyrir Valencia í lokaumferðinni. Sevilla mætir Athletic í lokaumferðinni og Barcelona mætir Real Murcia á útivelli. Valencia bjargaði sér endanlega frá falli með 5-1 sigri á Levante í kvöld. Fjögur lið geta enn fylgt Real Murcia og Levante í spænsku B-deildina. Zaragoza er í fallsætinu fyrir lokaumferðina með 42 stig. Osasuna og Recreativo eru með 43 stig og Valladolid með 44 stig. Tvö síðastnefndu liðin mætast í lokaumferðinni. Zaragoza mætir Mallorca á útivelli og Osasuna mætir Racing á útivelli.
Spænski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Sjá meira