Dagur ljóðskálds og ljóðarýnis Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 1. febrúar 2008 06:00 Sigurður Pálsson ljóðskáld fagnar með eiginkonu sinni, Kristínu Jóhannesdóttur, á Bessastöðum í gær. Vísir/Anton Brink Forseti Íslands afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin á Bessastöðum í gær að viðstöddu fjölmenni. Sigurður Pálsson skáld hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir Minnisbók sína og Þorsteinn Þorsteinsson gagnrýnandi hlaut verðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis fyrir rit sitt um höfundarverk Sigfúsar Daðasonar skálds, Ljóðhús. Ljóðið átti sinn dag í gær; Sigurður hefur verið mikilvirkt ljóðskáld í hartnær fjóra áratugi og sent frá sér fjölda ljóðabóka sem hann raðar í efnistengdar syrpur, jafnframt því sem hann hefur samið skáldsögur og leikverk og verið afkastamikill þýðandi úr frönsku. Þorsteinn hefur á síðari árum staðið fyrir útgáfum á ritsöfnum skálda og rithöfunda, en telja verður verk hans um skáldferil Sigfúsar Daðasonar kórónu á langri vegferð rýnandans um heim ljóðlistarinnar frá unga aldri. Minnisbók Sigurðar rekur þroskaár hans í París frá því hann heldur utan til náms, hvernig ljóðasmíði hans endurspeglar reynslu og umhverfi hins unga skálds. Þorsteinn rekur með ýmsum dæmum og hliðstæðum hvernig evrópsk ljóðahefð mótaði Sigfús Daðason, eitt helsta ljóðskáld síðustu aldar, einkum hin franska ljóðhefð. Voru þeir félagar að vonum ánægðir eftir afhendinguna í veisluskálanum á Bessastöðum í gær. Bókmenntaverðlaunin nema 750 þúsund krónum í hvorum flokki, auk þess sem afhent eru skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens, – opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans. Þetta er í nítjánda sinn sem verðlaunin eru veitt en til þeirra var stofnað af Félagi bókaútgefenda. Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Forseti Íslands afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin á Bessastöðum í gær að viðstöddu fjölmenni. Sigurður Pálsson skáld hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir Minnisbók sína og Þorsteinn Þorsteinsson gagnrýnandi hlaut verðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis fyrir rit sitt um höfundarverk Sigfúsar Daðasonar skálds, Ljóðhús. Ljóðið átti sinn dag í gær; Sigurður hefur verið mikilvirkt ljóðskáld í hartnær fjóra áratugi og sent frá sér fjölda ljóðabóka sem hann raðar í efnistengdar syrpur, jafnframt því sem hann hefur samið skáldsögur og leikverk og verið afkastamikill þýðandi úr frönsku. Þorsteinn hefur á síðari árum staðið fyrir útgáfum á ritsöfnum skálda og rithöfunda, en telja verður verk hans um skáldferil Sigfúsar Daðasonar kórónu á langri vegferð rýnandans um heim ljóðlistarinnar frá unga aldri. Minnisbók Sigurðar rekur þroskaár hans í París frá því hann heldur utan til náms, hvernig ljóðasmíði hans endurspeglar reynslu og umhverfi hins unga skálds. Þorsteinn rekur með ýmsum dæmum og hliðstæðum hvernig evrópsk ljóðahefð mótaði Sigfús Daðason, eitt helsta ljóðskáld síðustu aldar, einkum hin franska ljóðhefð. Voru þeir félagar að vonum ánægðir eftir afhendinguna í veisluskálanum á Bessastöðum í gær. Bókmenntaverðlaunin nema 750 þúsund krónum í hvorum flokki, auk þess sem afhent eru skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens, – opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans. Þetta er í nítjánda sinn sem verðlaunin eru veitt en til þeirra var stofnað af Félagi bókaútgefenda.
Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira