Granatepli og fíkjur í salatið 31. janúar 2008 06:00 Marentza Poulsen lumar á ýmsum ábendingum til að gera salöt áhugaverðari fyrir bæði augu og munn. Fréttablaðið/Hörður Þeir eru eflaust margir sem hafa strengt þess heit að borða meira af grænmeti og ávöxtum á nýju ári. Salöt með mat eru vel til þess fallin að fá hollustu í mataræðið, en heilinn þreytist fljótt á tómötum og gúrkum. Marentza Poulsen er hafsjór fróðleiks um hvernig má gera salötin meira spennandi fyrir bæði augu og maga. „Allt grænt salat er gott með góðri dressingu, en svo er einnig gott að blanda ávöxtum saman við það,“ bendir hún á. Marentza notar oft og tíðum granatepli, sem sjá salatinu bæði fyrir ferskleika og eru þar að auki mikið augnayndi. „Afhýtt mangó, skorið í strimla eða teninga, og ferskar gráfíkjur í bátum er líka tilvalið í salatið, og bæði gott og fallegt,“ segir hún. Radísur í þunnum sneiðum, og fínt skorið rauðkál fer líka vel í grænt salat. „Appelsínur í teningum eru mjög góðar, og líka ferskar ferskjur í bátum. Flott salat sem ég er oft með er blanda af grænu salati, ferskjum, mozzarellaosti í sneiðum, hráskinku og basilíku,“ útskýrir Marentza. Hægt er að lífga enn frekar upp á salötin með því að strá ristuðum hnetum yfir það, eða brauðteningum sem hefur verið velt upp úr bragðbættri olíublöndu. „Mér þykir líka bæði fallegt og gott að blanda kryddjurtum, eins og kóríander og myntu, saman við salat,“ bendir Marentza á. Landsmenn ættu því að geta leyft gúrkunni að hvíla sig aðeins og róa á ný mið í salatgerðinni. -sun Matur Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Þeir eru eflaust margir sem hafa strengt þess heit að borða meira af grænmeti og ávöxtum á nýju ári. Salöt með mat eru vel til þess fallin að fá hollustu í mataræðið, en heilinn þreytist fljótt á tómötum og gúrkum. Marentza Poulsen er hafsjór fróðleiks um hvernig má gera salötin meira spennandi fyrir bæði augu og maga. „Allt grænt salat er gott með góðri dressingu, en svo er einnig gott að blanda ávöxtum saman við það,“ bendir hún á. Marentza notar oft og tíðum granatepli, sem sjá salatinu bæði fyrir ferskleika og eru þar að auki mikið augnayndi. „Afhýtt mangó, skorið í strimla eða teninga, og ferskar gráfíkjur í bátum er líka tilvalið í salatið, og bæði gott og fallegt,“ segir hún. Radísur í þunnum sneiðum, og fínt skorið rauðkál fer líka vel í grænt salat. „Appelsínur í teningum eru mjög góðar, og líka ferskar ferskjur í bátum. Flott salat sem ég er oft með er blanda af grænu salati, ferskjum, mozzarellaosti í sneiðum, hráskinku og basilíku,“ útskýrir Marentza. Hægt er að lífga enn frekar upp á salötin með því að strá ristuðum hnetum yfir það, eða brauðteningum sem hefur verið velt upp úr bragðbættri olíublöndu. „Mér þykir líka bæði fallegt og gott að blanda kryddjurtum, eins og kóríander og myntu, saman við salat,“ bendir Marentza á. Landsmenn ættu því að geta leyft gúrkunni að hvíla sig aðeins og róa á ný mið í salatgerðinni. -sun
Matur Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið