Birgir Leifur lék á einu höggi yfir pari í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2007 09:24 Birgir Leifur Hafþórsson. Nordic Photos / Getty Images Birgir Leifur Hafþórsson lék á einu höggi yfir pari vallarins á lokakeppnisdegi South African Airways-mótinu í Suður-Afríku en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Hann hóf daginn í 59.-63. sæti af samtals 69 keppendum. Hann lék á 73 höggum í dag og er sem stendur í 58.-62. sæti. Hann lék hringina fjóra á 300 höggum eða tólf höggum yfir pari vallarins. Birgir Leifur byrjaði vel í morgun og fékk fugl á þriðju braut. Skrambi fylgdi hins vegar í kjölfarið á þeirri fjórðu. Þegar þá var komið var ákveðið að stöðva keppni vegna mikils úrhellis á Pearl Valley-vellinum þar sem mótið fer fram. Eftir að keppni hófst á nýjan leik byrjaði Birgir Leifur á því að fá fugl á fimmtu braut og koma sér þar með aftur á par vallarins. Hann hélt sínu striki og kláraði fyrri níu holurnar á 36 höggum. Hann lék svo níu holur í röð á pari, fékk skolla á fimmtándu holu og kláraði svo síðustu þrjár holurnar á pari.Fjórði keppnisdagur: Einn yfir högg 1. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 2. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 3. braut: Par 5 (570 metrar) - 4 högg (fugl) 4. braut: Par 3 (205 metrar) - 5 högg (skrambi) 5. braut: Par 5 (485 metrar) - 4 högg (fugl) 6. braut: Par 4 (332 metrar) - 4 högg (par) 7. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 8. braut: Par 3 (209 metrar) - 3 högg (par) 9. braut: Par 4 (431 metrar) - 4 högg (par)Fyrri níu (par 36): 36 högg (á pari) 10. braut: Par 4 (353 metrar) - 4 högg (par) 11. braut: Par 4 (403 metrar) - 4 högg (par) 12. braut: Par 3 (183 metrar) - 3 högg (par) 13. braut: Par 5 (531 metrar) - 5 högg (par) 14. braut: Par 4 (356 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 3 (196 metrar) - 4 högg (skolli) 16. braut: Par 4 (422 metrar) - 4 högg (par) 17. braut: Par 4 (405 metrar) - 4 högg (par) 18. braut: Par 5 (550 metrar) - 5 högg (par) Seinni níu (par 36): 37 högg (einn yfir pari) Samtals: 73 högg (einn yfir pari) Fyrsti keppnisdagur: 79 högg (sjö yfir pari) Annar keppnisdagur: 73 högg (einn yfir pari) Þriðji keppnisdagur: 75 högg (þrír yfir pari) Samtals: 300 högg (tólf yfir pari) Golf Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson lék á einu höggi yfir pari vallarins á lokakeppnisdegi South African Airways-mótinu í Suður-Afríku en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Hann hóf daginn í 59.-63. sæti af samtals 69 keppendum. Hann lék á 73 höggum í dag og er sem stendur í 58.-62. sæti. Hann lék hringina fjóra á 300 höggum eða tólf höggum yfir pari vallarins. Birgir Leifur byrjaði vel í morgun og fékk fugl á þriðju braut. Skrambi fylgdi hins vegar í kjölfarið á þeirri fjórðu. Þegar þá var komið var ákveðið að stöðva keppni vegna mikils úrhellis á Pearl Valley-vellinum þar sem mótið fer fram. Eftir að keppni hófst á nýjan leik byrjaði Birgir Leifur á því að fá fugl á fimmtu braut og koma sér þar með aftur á par vallarins. Hann hélt sínu striki og kláraði fyrri níu holurnar á 36 höggum. Hann lék svo níu holur í röð á pari, fékk skolla á fimmtándu holu og kláraði svo síðustu þrjár holurnar á pari.Fjórði keppnisdagur: Einn yfir högg 1. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 2. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 3. braut: Par 5 (570 metrar) - 4 högg (fugl) 4. braut: Par 3 (205 metrar) - 5 högg (skrambi) 5. braut: Par 5 (485 metrar) - 4 högg (fugl) 6. braut: Par 4 (332 metrar) - 4 högg (par) 7. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 8. braut: Par 3 (209 metrar) - 3 högg (par) 9. braut: Par 4 (431 metrar) - 4 högg (par)Fyrri níu (par 36): 36 högg (á pari) 10. braut: Par 4 (353 metrar) - 4 högg (par) 11. braut: Par 4 (403 metrar) - 4 högg (par) 12. braut: Par 3 (183 metrar) - 3 högg (par) 13. braut: Par 5 (531 metrar) - 5 högg (par) 14. braut: Par 4 (356 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 3 (196 metrar) - 4 högg (skolli) 16. braut: Par 4 (422 metrar) - 4 högg (par) 17. braut: Par 4 (405 metrar) - 4 högg (par) 18. braut: Par 5 (550 metrar) - 5 högg (par) Seinni níu (par 36): 37 högg (einn yfir pari) Samtals: 73 högg (einn yfir pari) Fyrsti keppnisdagur: 79 högg (sjö yfir pari) Annar keppnisdagur: 73 högg (einn yfir pari) Þriðji keppnisdagur: 75 högg (þrír yfir pari) Samtals: 300 högg (tólf yfir pari)
Golf Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira