Örn Arnarson varð í sjötta sæti í 50 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug er hann þríbætti Íslands- og Norðurlandamet sitt í greininni.
Í úrslitasundinu varð hann í sjötta sæti eftir að hafa synt á 24,05 sekúndum. Hann bætti þar með klukkustundargamalt met sitt um tvo hundraðshluta úr sekúndu.
Örn byrjaði gríðarlega vel og var fyrstur eftir startið. Hann náði þó ekki að halda forystunni og kom í mark í sjötta sæti sem fyrr segir.
Sigurvegarinn var Þjóðverjinn Thomas Rupprath á 23,43 sekúndum.
Örn byrjaði daginn á því að setja Íslands- og Norðurlandamet í greininni í undanrásum, er hann synti á 24,30 sekúndum. Hann fékk sjötta besta tímann þá en bætti sig enn frekar í undanúrslitunum.
Þá fékk hann fimmta besta tímann og bætti sig um 0,23 sekúndur er hann synti á 24,07.
Efstu átta menn í úrslitunum:
1. Thomas Rupprath, Þýskalandi - 23,43 sek.2. Helge Meeuw, Þýskalandi - 23,59
3. Aschwin Wildboer Faber, Spáni - 23,75
4. Stanislav Donets, Rússlandi - 23,86
5. Lubos Krizko, Slóvakíu - 23,98
6. Örn Arnarson, Íslandi - 24,05
7. Guy Barnea, Ísrael - 24,21
8. Flori Lang, Sviss - 24,41