Haft í hótunum Guðjón Helgason skrifar 16. nóvember 2007 18:45 MYND/Stöð 2 Bandarískur talsmaður þjóðernishyggju - sem hvetur til ofbeldis gegn minnihlutahópum - segir marga Íslendinga aðhyllast skoðanir sínar. Höfundar íslenskrar vefsíðu sem hann hýsir hafa í hótunum við nafngreint fólk á síðunni. Fréttamanni Stöðvar tvö var hótað þegar óskað var eftir viðtali. Á vefsíðunni skapari.com er þjóðernishyggja og andúð á ýmsum minnihlutahópum aðal umfjöllunarefnið. Þar er meðal annars að finna lista yfir svokallaða óvini Íslands - nafngreinda kynþáttasvikara eins og síðuhöfundar nefna þá - þar á meðal forseta Íslands og konu hans. Síðan er til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur enn verið færður til skýrslutöku vegna hennar. Það er mottó síðunnar að „ef maður geti hugsað það geti maður sagt það." Þeir sem skrifa á skapari.com hafa hugsað ýmislegt og skrifað um það - en ekki undir nafni. Hægt er að óska eftir viðtali við höfunda í gegnum síðuna en þeir óska nafnleyndar. Þegar fréttastofa hafði samband var svarið að enginn fjölmiðill fengi viðtali - þeim væri ekki treystandi miðað við hvernig fjölmiðlar erlendis hagi sér. Allir værum við settir undir sama hatt því höfundar síðunnar væru jú fordómafullir. Fréttastofa hafði samband við Hal Turner - einn helsta talsmann þjóðernishyggju í Bandaríkjunum - sem heldur úti síðunni. Hann sagði síðuna hafa verið óaðgengilega í dag vegna mikilla heimsókna á hana frá Íslandi eftir að umfjöllun fjölmiðla hófst. Öflugur eldveggur í kerfi hans hafi tekið því sem árásum þeirra sem vildu skemma síðuna og því lokað á íslenskar ip-tölur. Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði í tölvupósti eftir viðtali við Hal Turner. Hann vildi ekki tala - sagði það reynslu sína að snúið yrði úr orðum sínum og síður hans sagðar fullar af hatursáróðri. Í svari sínu í tölvupósti bætti því við að vaxandi og dyggur hópur Íslendinga styddi skoðanir hans og skrifar svo: „Ef frétt þín verður röng eða villandi get ég sent helstu ófriðarseggi úr þessum hóp í heimsókn til þín til að láta í ljós óánægju mína. Treystu mér þegar ég segi þér að þú vilt ekki hafa mig fyrir óvin." Fréttir Innlent Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Bandarískur talsmaður þjóðernishyggju - sem hvetur til ofbeldis gegn minnihlutahópum - segir marga Íslendinga aðhyllast skoðanir sínar. Höfundar íslenskrar vefsíðu sem hann hýsir hafa í hótunum við nafngreint fólk á síðunni. Fréttamanni Stöðvar tvö var hótað þegar óskað var eftir viðtali. Á vefsíðunni skapari.com er þjóðernishyggja og andúð á ýmsum minnihlutahópum aðal umfjöllunarefnið. Þar er meðal annars að finna lista yfir svokallaða óvini Íslands - nafngreinda kynþáttasvikara eins og síðuhöfundar nefna þá - þar á meðal forseta Íslands og konu hans. Síðan er til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur enn verið færður til skýrslutöku vegna hennar. Það er mottó síðunnar að „ef maður geti hugsað það geti maður sagt það." Þeir sem skrifa á skapari.com hafa hugsað ýmislegt og skrifað um það - en ekki undir nafni. Hægt er að óska eftir viðtali við höfunda í gegnum síðuna en þeir óska nafnleyndar. Þegar fréttastofa hafði samband var svarið að enginn fjölmiðill fengi viðtali - þeim væri ekki treystandi miðað við hvernig fjölmiðlar erlendis hagi sér. Allir værum við settir undir sama hatt því höfundar síðunnar væru jú fordómafullir. Fréttastofa hafði samband við Hal Turner - einn helsta talsmann þjóðernishyggju í Bandaríkjunum - sem heldur úti síðunni. Hann sagði síðuna hafa verið óaðgengilega í dag vegna mikilla heimsókna á hana frá Íslandi eftir að umfjöllun fjölmiðla hófst. Öflugur eldveggur í kerfi hans hafi tekið því sem árásum þeirra sem vildu skemma síðuna og því lokað á íslenskar ip-tölur. Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði í tölvupósti eftir viðtali við Hal Turner. Hann vildi ekki tala - sagði það reynslu sína að snúið yrði úr orðum sínum og síður hans sagðar fullar af hatursáróðri. Í svari sínu í tölvupósti bætti því við að vaxandi og dyggur hópur Íslendinga styddi skoðanir hans og skrifar svo: „Ef frétt þín verður röng eða villandi get ég sent helstu ófriðarseggi úr þessum hóp í heimsókn til þín til að láta í ljós óánægju mína. Treystu mér þegar ég segi þér að þú vilt ekki hafa mig fyrir óvin."
Fréttir Innlent Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira