Birgir Leifur á tveimur undir í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2007 10:38 Birgir Leifur Hafþórsson stendur í ströngu þessa dagana. Nordic Photos / Getty Images Birgir Leifur Hafþórsson er meðal efstu manna á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðin á Spáni en hann lék á tveimur höggum undir pari vallarins í dag. Samtals er hann á þremur undir pari eftir fyrstu tvo keppnisdagana og stendur vel að vígi fyrir framhaldið. Þrjátíu efstu kylfingarnir tryggja sér á endanum þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Birgir Leifur lék í dag á nýja vellinum á svæði San Roque-klúbbsins á Spáni en hann keppti á eldri vellinum í gær. 10.40 Hann fékk örn strax á annarri braut sem er næstlengsta braut vallarins. Hann fór inn á flöt í tveimur höggum og setti niður laglegt pútt í kjölfarið. Er í 7.-15. sæti sem stendur. 10.55 Birgir Leifur fékk fyrsta skolla dagsins á fjórðu holu. Rétt missti af parinu. 10.58 Öruggt par á fimmtu braut. 11.25 Birgir Leifur nældi sér í fugl á sjöttu braut og er nú á samtals þremur höggum undir pari. Sem stendur er hann í 6.-17. sæti á mótinu. 12.12 Annar fugl kom í kjölfarið á sjöundu braut og svo lék hann áttundu og níundu braut á pari. Frábær árangur hjá Birgi Leif sem situr í 3.-7. sæti sem stendur. 12.28 Birgir Leifur byrjaði seinni níu með því að leika tíundu brautina á einu höggi yfir pari. 12.45 Birgir Leifur var nálægt því að ná fugli á elleftu braut en varð að sætta sig við par. 13.01 Par á tólftu braut og Birgir Leifur heldur sínu striki. Hann er sem stendur í 8.-15. sæti. 13.12 Stysta braut vallarins og átti Birgir Leifur ágætan möguleika á fugli en fékk þess í stað öruggt par. 13.26 Fjórða parið í röð hjá Birgi Leifi er staðreynd. Hann heldur sínu striki. 13.51 Birgir Leifur reddaði pari á fimmtándu holu eftir að hafa lent í hremmingum á brautinni. Hann er sem stendur í 11.-16. sæti. 14.11 Sjötta parið í röð komið hjá Birgi Leifi á stuttri par fimm braut. 14.26 Nú er aðeins ein braut eftir en Birgir Leifur náði pari á þeirri sautjándu. Um er að ræða par 3 holu en Birgir Leifur hefur áður fengið skolla og par á slíkum holum. 14.39 Birgir Leifur hefur lokið keppni á tveimur undir pari eftir að hafa fengið par á síðustu holunni, sitt áttunda par í röð. Sem stendur er hann í 13.-17. sæti en einhverjir kylfingar eiga eftir að koma í hús sem gæti breytt lokastöðu dagsins. Fylgst var með gangi mála, holu fyrir holu, á kylfingur.is. Annar keppnisdagur: 2 undir pari 1. braut: Par 4 (407 metrar) - 4 högg (par) 2. braut: Par 5 (503 metrar) - 3 högg (örn) 3. braut: Par 4 (339 metrar) - 4 högg (par) 4. braut: Par 3 (177 metrar) - 4 högg (skolli) 5. braut: Par 4 (346 metrar) - 4 högg (par) 6. braut: Par 4 (331 metri) - 3 högg (fugl) 7. braut: Par 5 (523 metrar) - 4 högg (fugl) 8. braut: Par 3 (205 metrar) - 3 högg (par) 9. braut: Par 4 (395 metrar) - 4 högg (par) Fyrri níu: (Par 36) 33 högg, þremur höggum undir pari. 10. braut: Par 4 (341 metri) - 5 högg (skolli) 11. braut: Par 5 (565 metrar) - 5 högg (par) 12. braut: Par 4 (311 metrar) - 4 högg (par) 13. braut: Par 3 (167 metrar) - 3 högg (par) 14. braut: Par 4 (416 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 4 (417 metrar) - 4 högg (par) 16. braut: Par 5 (457 metrar) - 5 högg (par) 17. braut: Par 3 (196 metrar) - 3 högg (par) 18. braut: Par 4 (414 metrar) - 4 högg (par) Seinni níu: (Par 36) 37 högg, einu höggi yfir pari Fyrsti keppnisdagur: 71 högg (einn undir pari vallarins) Samtals: Þrír undir pari (13.-17. sæti) Alls hófu 156 kylfingar leik í gær en þeir sem lenda í efstu 30 sætunum eftir sex hringi fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Golf Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson er meðal efstu manna á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðin á Spáni en hann lék á tveimur höggum undir pari vallarins í dag. Samtals er hann á þremur undir pari eftir fyrstu tvo keppnisdagana og stendur vel að vígi fyrir framhaldið. Þrjátíu efstu kylfingarnir tryggja sér á endanum þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Birgir Leifur lék í dag á nýja vellinum á svæði San Roque-klúbbsins á Spáni en hann keppti á eldri vellinum í gær. 10.40 Hann fékk örn strax á annarri braut sem er næstlengsta braut vallarins. Hann fór inn á flöt í tveimur höggum og setti niður laglegt pútt í kjölfarið. Er í 7.-15. sæti sem stendur. 10.55 Birgir Leifur fékk fyrsta skolla dagsins á fjórðu holu. Rétt missti af parinu. 10.58 Öruggt par á fimmtu braut. 11.25 Birgir Leifur nældi sér í fugl á sjöttu braut og er nú á samtals þremur höggum undir pari. Sem stendur er hann í 6.-17. sæti á mótinu. 12.12 Annar fugl kom í kjölfarið á sjöundu braut og svo lék hann áttundu og níundu braut á pari. Frábær árangur hjá Birgi Leif sem situr í 3.-7. sæti sem stendur. 12.28 Birgir Leifur byrjaði seinni níu með því að leika tíundu brautina á einu höggi yfir pari. 12.45 Birgir Leifur var nálægt því að ná fugli á elleftu braut en varð að sætta sig við par. 13.01 Par á tólftu braut og Birgir Leifur heldur sínu striki. Hann er sem stendur í 8.-15. sæti. 13.12 Stysta braut vallarins og átti Birgir Leifur ágætan möguleika á fugli en fékk þess í stað öruggt par. 13.26 Fjórða parið í röð hjá Birgi Leifi er staðreynd. Hann heldur sínu striki. 13.51 Birgir Leifur reddaði pari á fimmtándu holu eftir að hafa lent í hremmingum á brautinni. Hann er sem stendur í 11.-16. sæti. 14.11 Sjötta parið í röð komið hjá Birgi Leifi á stuttri par fimm braut. 14.26 Nú er aðeins ein braut eftir en Birgir Leifur náði pari á þeirri sautjándu. Um er að ræða par 3 holu en Birgir Leifur hefur áður fengið skolla og par á slíkum holum. 14.39 Birgir Leifur hefur lokið keppni á tveimur undir pari eftir að hafa fengið par á síðustu holunni, sitt áttunda par í röð. Sem stendur er hann í 13.-17. sæti en einhverjir kylfingar eiga eftir að koma í hús sem gæti breytt lokastöðu dagsins. Fylgst var með gangi mála, holu fyrir holu, á kylfingur.is. Annar keppnisdagur: 2 undir pari 1. braut: Par 4 (407 metrar) - 4 högg (par) 2. braut: Par 5 (503 metrar) - 3 högg (örn) 3. braut: Par 4 (339 metrar) - 4 högg (par) 4. braut: Par 3 (177 metrar) - 4 högg (skolli) 5. braut: Par 4 (346 metrar) - 4 högg (par) 6. braut: Par 4 (331 metri) - 3 högg (fugl) 7. braut: Par 5 (523 metrar) - 4 högg (fugl) 8. braut: Par 3 (205 metrar) - 3 högg (par) 9. braut: Par 4 (395 metrar) - 4 högg (par) Fyrri níu: (Par 36) 33 högg, þremur höggum undir pari. 10. braut: Par 4 (341 metri) - 5 högg (skolli) 11. braut: Par 5 (565 metrar) - 5 högg (par) 12. braut: Par 4 (311 metrar) - 4 högg (par) 13. braut: Par 3 (167 metrar) - 3 högg (par) 14. braut: Par 4 (416 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 4 (417 metrar) - 4 högg (par) 16. braut: Par 5 (457 metrar) - 5 högg (par) 17. braut: Par 3 (196 metrar) - 3 högg (par) 18. braut: Par 4 (414 metrar) - 4 högg (par) Seinni níu: (Par 36) 37 högg, einu höggi yfir pari Fyrsti keppnisdagur: 71 högg (einn undir pari vallarins) Samtals: Þrír undir pari (13.-17. sæti) Alls hófu 156 kylfingar leik í gær en þeir sem lenda í efstu 30 sætunum eftir sex hringi fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári.
Golf Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira