„Fundum einu sinni 50 borvélar við húsleit“ 15. nóvember 2007 12:28 Tilkynnt var um þrjú innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eitt innbrot á heimili. Um sjöleytið barst lögreglu tilkynning um innbrot í bíl við Grettisgötu. Talsvert af verkfærum var stolið úr bílnum ásamt hljómflutningstækjum. Skömmu síðar barst tilkynning um innbrot í bíl við Grýtubakka. Rúða í bílnum var sennt upp og verkfærum stolið ásamt geisladiskum með Svölu Björgvins og Birgittu Haukdal. Einnig var brotist inn í bíl við Klettháls. Þá var brotist inn á heimili í Lundabrekku í Kópavogi. Þaðan var stolið Playstation 3 tölvu og átta leikjum. Lögreglan segir fremur algengt að verkfærum sé stolið í innbrotum en ástæðan sé ekki sú að þau séu þægilegur gjaldmiðill á fíkniefnamarkaði. "Stundum liggja menn bara á þessum verkfærum vikum saman og ætla síðan að koma þessu í verð seinna," sagði lögreglumaður, á vakt, sem Vísir talaði við. "Ég man eftir því að eitt sinn fundum við 50 borvélar á heimili þar sem við gerðum húsleit," bætti lögreglumaðurinn við. Leikjavísir Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Tilkynnt var um þrjú innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eitt innbrot á heimili. Um sjöleytið barst lögreglu tilkynning um innbrot í bíl við Grettisgötu. Talsvert af verkfærum var stolið úr bílnum ásamt hljómflutningstækjum. Skömmu síðar barst tilkynning um innbrot í bíl við Grýtubakka. Rúða í bílnum var sennt upp og verkfærum stolið ásamt geisladiskum með Svölu Björgvins og Birgittu Haukdal. Einnig var brotist inn í bíl við Klettháls. Þá var brotist inn á heimili í Lundabrekku í Kópavogi. Þaðan var stolið Playstation 3 tölvu og átta leikjum. Lögreglan segir fremur algengt að verkfærum sé stolið í innbrotum en ástæðan sé ekki sú að þau séu þægilegur gjaldmiðill á fíkniefnamarkaði. "Stundum liggja menn bara á þessum verkfærum vikum saman og ætla síðan að koma þessu í verð seinna," sagði lögreglumaður, á vakt, sem Vísir talaði við. "Ég man eftir því að eitt sinn fundum við 50 borvélar á heimili þar sem við gerðum húsleit," bætti lögreglumaðurinn við.
Leikjavísir Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira