Einar: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2007 13:19 Einar Jónsson á verðlaunaafhendingunni í dag. Mynd/E. Stefán Staða Fram í N1-deild kvenna hefur kannski komið einhverjum á óvart en þó ekki þjálfara liðsins, Einari Jónssyni. Einar var valinn besti þjálfarinn í fyrstu níu umferðunum í N1-deild kvenna á blaðamannafundi sem HSÍ hélt í dag. Besti línumaðurinn og besti leikmaðurinn var valin Pavla Nevarilova hjá Fram. „Árangurinn er á áætlun miðað við þau markmið sem við settum okkur," sagði Einar við Vísi. „Hann er kannski framar væntingum annarra enda var okkur spáð fimmta sætinu. Við erum nú í öðru sæti og enn taplaus." Hann segir að deildin hafi farið mjög vel af stað og það sé enginn leikur auðveldur. „Það eru fimm frábær lið sem eru að berjast í efri hlutanum og hin liðin sem koma á eftir eru líka mjög sterk. Þetta er svipað og í karladeildinni, nánasti hver einasti leikur er mjög erfiður." „Þá hafa Valur og Stjarnan náð fínum árangri í Evrópukeppninni sem segir okkur að við erum sífellt að nálgast sterkari deildirnar í Evrópu. Þeir útlendu leikmenn sem koma hingað eru líka hágæðaleikmenn enda dugir ekkert minna til." Aðspurður um stöðu íslenska landsliðsins segir Einar að árangur liðsins á æfingamóti í Hollandi á dögunum megi skrifa á kynslóðaskipti sem virðast eiga sér stað innan liðsins. Íslenska liðið tapaði öllum sínum leikjum á mótinu. „Á mótinu í Hollandi voru miklar breytingar á landsliðinu og ég sá margt jákvætt í þessum leikjum. En það er alveg ljóst að það þarf að laga mjög mikið líka." Einar segir að HSÍ þurfi að setja skýr markmið fyrir landsliðið og fá leikmenn og þjálfara liðanna í deildinni á sitt band. „Það þurfa allir að vera samstíga í þessum efnum. Við þurfum að gera landsliðsumhverfið betra og stefna mjög hátt á þessum vettvangi." Olís-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Staða Fram í N1-deild kvenna hefur kannski komið einhverjum á óvart en þó ekki þjálfara liðsins, Einari Jónssyni. Einar var valinn besti þjálfarinn í fyrstu níu umferðunum í N1-deild kvenna á blaðamannafundi sem HSÍ hélt í dag. Besti línumaðurinn og besti leikmaðurinn var valin Pavla Nevarilova hjá Fram. „Árangurinn er á áætlun miðað við þau markmið sem við settum okkur," sagði Einar við Vísi. „Hann er kannski framar væntingum annarra enda var okkur spáð fimmta sætinu. Við erum nú í öðru sæti og enn taplaus." Hann segir að deildin hafi farið mjög vel af stað og það sé enginn leikur auðveldur. „Það eru fimm frábær lið sem eru að berjast í efri hlutanum og hin liðin sem koma á eftir eru líka mjög sterk. Þetta er svipað og í karladeildinni, nánasti hver einasti leikur er mjög erfiður." „Þá hafa Valur og Stjarnan náð fínum árangri í Evrópukeppninni sem segir okkur að við erum sífellt að nálgast sterkari deildirnar í Evrópu. Þeir útlendu leikmenn sem koma hingað eru líka hágæðaleikmenn enda dugir ekkert minna til." Aðspurður um stöðu íslenska landsliðsins segir Einar að árangur liðsins á æfingamóti í Hollandi á dögunum megi skrifa á kynslóðaskipti sem virðast eiga sér stað innan liðsins. Íslenska liðið tapaði öllum sínum leikjum á mótinu. „Á mótinu í Hollandi voru miklar breytingar á landsliðinu og ég sá margt jákvætt í þessum leikjum. En það er alveg ljóst að það þarf að laga mjög mikið líka." Einar segir að HSÍ þurfi að setja skýr markmið fyrir landsliðið og fá leikmenn og þjálfara liðanna í deildinni á sitt band. „Það þurfa allir að vera samstíga í þessum efnum. Við þurfum að gera landsliðsumhverfið betra og stefna mjög hátt á þessum vettvangi."
Olís-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni