Viðskipti innlent

Lækkun í Kauphöllinni

Wilhelm Petersen, forstjóri færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum. Gengi félagsins hefur hækkað um rúm 324 prósent frá áramótum.
Wilhelm Petersen, forstjóri færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum. Gengi félagsins hefur hækkað um rúm 324 prósent frá áramótum.

Gengi tólf fyrirtækja í Kauphöllinni hefur lækkað frá því viðskipti hófust í dag. Ekkert hefur hækkað á sama tíma en fjöldi staðið í stað. Gengi Atlantic Petroleum hefur lækkað mest, eða um 3,82 prósent. Gengi bréfa í þessu færeyska olíuleitarfélagi hefur hækkað langmest skráðra félaga í Kauphöllinni á árinu, eða um rúm 324 prósent.

Þetta er í takt við þróunina á erlendum fjármálamörkuðum í dag.

Þá hefur gengi allra fjármálafyrirtækjanna lækkað það sem af er dags að Glitni undanskildum.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,60 prósent og stendur vísitalan í 7.282 stigum. Hún hefur hækkað um 13,59 prósent frá áramótum. Hæst fór hún í 9.16 stig um miðjan júlí en lækkaði snarlega eftir það samhliða óróleika á fjármálamörkuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×