Veigar með stórleik og Stabæk fékk silfrið - Start féll Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. nóvember 2007 18:43 Veigar Páll skoraði tvívegis í dag. Nordic Photos / Getty Images Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvö og lagði upp önnur tvö er Stabæk vann Strömsgodset, 5-0, og tryggði sér þar með annað sæti deildarinnar. Start, lið Jóhannesar Harðarsonar, féll í 1. deildina eftir 4-1 tap fyrir Lyn. Veigar skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og lagði svo annað mark liðsins upp fyrir Daniel Nannskog átta mínútum síðar. Veigar Páll skoraði svo fjórða mark liðsins úr vítaspyrnu á 77. mínútu og lagði svo upp fimmta markið en Jon Inge Hoiland skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Veigars úr aukaspyrnu. Veigar fékk svo gullið tækifæri til að skora þrennu er hann fékk gott skotfæri undir lok leiksins. Skotið var hins vegar rétt framhjá. Þetta var lokaumferð tímabilsins í Noregi en Brann var þegar búið að tryggja sér titilinn. Stabæk náði öðru sætinu með 48 stig og var sex stigum á eftir Brann sem tapaði, 3-0, fyrir Tromsö á útivelli í dag. Ólafur Örn Bjarnason var í byrjunarliði Brann en Kristján Örn Sigurðsson var hvíldur. Hann kom að vísu inn á sem varamaður á 72. mínútu. Ármann Smári Björnsson var einnig í byrjunarliði Brann og lék allan leikinn. Viking lenti í þriðja sæti deildarinnar eftir 2-1 sigur á Vålerenga. Árni Gautur Arason lék allan leikinn í marki Vålerenga en Gunnar Heiðar Þorvaldsson var á bekknum og kom inn á 68. mínútu. Hjá Viking var Hannes Þ. Sigurðsson á bekknum og lék síðustu ellefu mínútur leiksins. Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Viking. Indriði Sigurðsson lék fyrri hálfleikinn fyrir Lyn sem vann 4-1 sigur á Start. Jóhannes Þór Harðarson var ekki í leikmannahópi Start sem féll um deild í dag þar sem Odd Grenland vann 2-0 sigur á Fredrikstad. Garðar Jóhannsson kom inn á í hálfleik í liði Fredrikstad. Odd Grenland mætir nú þriðja efsta liðinu úr norsku 1. deildinni í umspili um sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hitt liðið sem féll var Sandefjord en það gerði 1-1 jafntefli við Lilleström í kveðjuleik sínum í dag. Viktor Bjarki Arnarsson sat allan tímann á bekknum í dag og fékk því ekkert að spreyta sig á tímabilinu hjá Lilleström. Guðmundur Pétursson kom heldur ekki við sögu og var hann allan tímann á bekknum hjá Sandefjord. Þá vann Rosenborg 2-1 sigur á Álasundi. Haraldur Freyr Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Álasund. Lokastaðan í deildinni: 1. Brann 54 stig 2. Stabæk 48 3. Viking 47 4. Lilleström 44 5. Rosenborg 41 6. Tromsö 40 7. Vålerenga 36 8. Fredrikstad 36 9. Lyn 34 10. Strömsgodset 30 11. Álasund 30 12. Odd Grenland 27 13. Start 26 14. Sandefjord 16 Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvö og lagði upp önnur tvö er Stabæk vann Strömsgodset, 5-0, og tryggði sér þar með annað sæti deildarinnar. Start, lið Jóhannesar Harðarsonar, féll í 1. deildina eftir 4-1 tap fyrir Lyn. Veigar skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og lagði svo annað mark liðsins upp fyrir Daniel Nannskog átta mínútum síðar. Veigar Páll skoraði svo fjórða mark liðsins úr vítaspyrnu á 77. mínútu og lagði svo upp fimmta markið en Jon Inge Hoiland skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Veigars úr aukaspyrnu. Veigar fékk svo gullið tækifæri til að skora þrennu er hann fékk gott skotfæri undir lok leiksins. Skotið var hins vegar rétt framhjá. Þetta var lokaumferð tímabilsins í Noregi en Brann var þegar búið að tryggja sér titilinn. Stabæk náði öðru sætinu með 48 stig og var sex stigum á eftir Brann sem tapaði, 3-0, fyrir Tromsö á útivelli í dag. Ólafur Örn Bjarnason var í byrjunarliði Brann en Kristján Örn Sigurðsson var hvíldur. Hann kom að vísu inn á sem varamaður á 72. mínútu. Ármann Smári Björnsson var einnig í byrjunarliði Brann og lék allan leikinn. Viking lenti í þriðja sæti deildarinnar eftir 2-1 sigur á Vålerenga. Árni Gautur Arason lék allan leikinn í marki Vålerenga en Gunnar Heiðar Þorvaldsson var á bekknum og kom inn á 68. mínútu. Hjá Viking var Hannes Þ. Sigurðsson á bekknum og lék síðustu ellefu mínútur leiksins. Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Viking. Indriði Sigurðsson lék fyrri hálfleikinn fyrir Lyn sem vann 4-1 sigur á Start. Jóhannes Þór Harðarson var ekki í leikmannahópi Start sem féll um deild í dag þar sem Odd Grenland vann 2-0 sigur á Fredrikstad. Garðar Jóhannsson kom inn á í hálfleik í liði Fredrikstad. Odd Grenland mætir nú þriðja efsta liðinu úr norsku 1. deildinni í umspili um sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hitt liðið sem féll var Sandefjord en það gerði 1-1 jafntefli við Lilleström í kveðjuleik sínum í dag. Viktor Bjarki Arnarsson sat allan tímann á bekknum í dag og fékk því ekkert að spreyta sig á tímabilinu hjá Lilleström. Guðmundur Pétursson kom heldur ekki við sögu og var hann allan tímann á bekknum hjá Sandefjord. Þá vann Rosenborg 2-1 sigur á Álasundi. Haraldur Freyr Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Álasund. Lokastaðan í deildinni: 1. Brann 54 stig 2. Stabæk 48 3. Viking 47 4. Lilleström 44 5. Rosenborg 41 6. Tromsö 40 7. Vålerenga 36 8. Fredrikstad 36 9. Lyn 34 10. Strömsgodset 30 11. Álasund 30 12. Odd Grenland 27 13. Start 26 14. Sandefjord 16
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira