Veigar með stórleik og Stabæk fékk silfrið - Start féll Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. nóvember 2007 18:43 Veigar Páll skoraði tvívegis í dag. Nordic Photos / Getty Images Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvö og lagði upp önnur tvö er Stabæk vann Strömsgodset, 5-0, og tryggði sér þar með annað sæti deildarinnar. Start, lið Jóhannesar Harðarsonar, féll í 1. deildina eftir 4-1 tap fyrir Lyn. Veigar skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og lagði svo annað mark liðsins upp fyrir Daniel Nannskog átta mínútum síðar. Veigar Páll skoraði svo fjórða mark liðsins úr vítaspyrnu á 77. mínútu og lagði svo upp fimmta markið en Jon Inge Hoiland skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Veigars úr aukaspyrnu. Veigar fékk svo gullið tækifæri til að skora þrennu er hann fékk gott skotfæri undir lok leiksins. Skotið var hins vegar rétt framhjá. Þetta var lokaumferð tímabilsins í Noregi en Brann var þegar búið að tryggja sér titilinn. Stabæk náði öðru sætinu með 48 stig og var sex stigum á eftir Brann sem tapaði, 3-0, fyrir Tromsö á útivelli í dag. Ólafur Örn Bjarnason var í byrjunarliði Brann en Kristján Örn Sigurðsson var hvíldur. Hann kom að vísu inn á sem varamaður á 72. mínútu. Ármann Smári Björnsson var einnig í byrjunarliði Brann og lék allan leikinn. Viking lenti í þriðja sæti deildarinnar eftir 2-1 sigur á Vålerenga. Árni Gautur Arason lék allan leikinn í marki Vålerenga en Gunnar Heiðar Þorvaldsson var á bekknum og kom inn á 68. mínútu. Hjá Viking var Hannes Þ. Sigurðsson á bekknum og lék síðustu ellefu mínútur leiksins. Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Viking. Indriði Sigurðsson lék fyrri hálfleikinn fyrir Lyn sem vann 4-1 sigur á Start. Jóhannes Þór Harðarson var ekki í leikmannahópi Start sem féll um deild í dag þar sem Odd Grenland vann 2-0 sigur á Fredrikstad. Garðar Jóhannsson kom inn á í hálfleik í liði Fredrikstad. Odd Grenland mætir nú þriðja efsta liðinu úr norsku 1. deildinni í umspili um sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hitt liðið sem féll var Sandefjord en það gerði 1-1 jafntefli við Lilleström í kveðjuleik sínum í dag. Viktor Bjarki Arnarsson sat allan tímann á bekknum í dag og fékk því ekkert að spreyta sig á tímabilinu hjá Lilleström. Guðmundur Pétursson kom heldur ekki við sögu og var hann allan tímann á bekknum hjá Sandefjord. Þá vann Rosenborg 2-1 sigur á Álasundi. Haraldur Freyr Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Álasund. Lokastaðan í deildinni: 1. Brann 54 stig 2. Stabæk 48 3. Viking 47 4. Lilleström 44 5. Rosenborg 41 6. Tromsö 40 7. Vålerenga 36 8. Fredrikstad 36 9. Lyn 34 10. Strömsgodset 30 11. Álasund 30 12. Odd Grenland 27 13. Start 26 14. Sandefjord 16 Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvö og lagði upp önnur tvö er Stabæk vann Strömsgodset, 5-0, og tryggði sér þar með annað sæti deildarinnar. Start, lið Jóhannesar Harðarsonar, féll í 1. deildina eftir 4-1 tap fyrir Lyn. Veigar skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og lagði svo annað mark liðsins upp fyrir Daniel Nannskog átta mínútum síðar. Veigar Páll skoraði svo fjórða mark liðsins úr vítaspyrnu á 77. mínútu og lagði svo upp fimmta markið en Jon Inge Hoiland skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Veigars úr aukaspyrnu. Veigar fékk svo gullið tækifæri til að skora þrennu er hann fékk gott skotfæri undir lok leiksins. Skotið var hins vegar rétt framhjá. Þetta var lokaumferð tímabilsins í Noregi en Brann var þegar búið að tryggja sér titilinn. Stabæk náði öðru sætinu með 48 stig og var sex stigum á eftir Brann sem tapaði, 3-0, fyrir Tromsö á útivelli í dag. Ólafur Örn Bjarnason var í byrjunarliði Brann en Kristján Örn Sigurðsson var hvíldur. Hann kom að vísu inn á sem varamaður á 72. mínútu. Ármann Smári Björnsson var einnig í byrjunarliði Brann og lék allan leikinn. Viking lenti í þriðja sæti deildarinnar eftir 2-1 sigur á Vålerenga. Árni Gautur Arason lék allan leikinn í marki Vålerenga en Gunnar Heiðar Þorvaldsson var á bekknum og kom inn á 68. mínútu. Hjá Viking var Hannes Þ. Sigurðsson á bekknum og lék síðustu ellefu mínútur leiksins. Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Viking. Indriði Sigurðsson lék fyrri hálfleikinn fyrir Lyn sem vann 4-1 sigur á Start. Jóhannes Þór Harðarson var ekki í leikmannahópi Start sem féll um deild í dag þar sem Odd Grenland vann 2-0 sigur á Fredrikstad. Garðar Jóhannsson kom inn á í hálfleik í liði Fredrikstad. Odd Grenland mætir nú þriðja efsta liðinu úr norsku 1. deildinni í umspili um sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hitt liðið sem féll var Sandefjord en það gerði 1-1 jafntefli við Lilleström í kveðjuleik sínum í dag. Viktor Bjarki Arnarsson sat allan tímann á bekknum í dag og fékk því ekkert að spreyta sig á tímabilinu hjá Lilleström. Guðmundur Pétursson kom heldur ekki við sögu og var hann allan tímann á bekknum hjá Sandefjord. Þá vann Rosenborg 2-1 sigur á Álasundi. Haraldur Freyr Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Álasund. Lokastaðan í deildinni: 1. Brann 54 stig 2. Stabæk 48 3. Viking 47 4. Lilleström 44 5. Rosenborg 41 6. Tromsö 40 7. Vålerenga 36 8. Fredrikstad 36 9. Lyn 34 10. Strömsgodset 30 11. Álasund 30 12. Odd Grenland 27 13. Start 26 14. Sandefjord 16
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Sjá meira