Þýska Ólympíusambandið tilkynnti í dag að þýska ríkið hefði samþykkt að greiða nærri 3 milljónir evra í miskabætur til íþróttamanna sem gefin voru skaðleg lyf á árum kommúnistastjórnarinnar í Austur-Þýskalandi.
Austur-þýskum íþróttamönnum voru með kefisbundnum hætti gefin lyf á barnsaldri án þeirra vitneskju og hafa margir þeirra hlotið skaða af eins og hjartagalla, krabbamein og lifrarsjúkdóma. Alls hafa 157 íþróttamenn fengið miskabætur frá Ólympíunefndinni.
Í tilkynningu frá nefndinni segir að nauðsynlegt sé fyrir hana að standa við siðferðislega skyldu sína. Nefndin samþykkti að greiða íþróttamönnunum bætur á síðasta ári og nú hafa tölurnar verið staðfestar.
Staðfest hefur verið að um 600 íþróttamönnum hafi verið gefin ólögleg lyf á borð við stera og það allt án þeirra vitneskju.