Mexíkaninn Rafael Marquez verður frá næsta mánuðinn eftir að hann meiddist í leik Stuttgart og Barcelona í gær.
Carles Puyol kom inn á sem varamaður fyrir Marquez í leiknum en báðir voru þeir nýbúnir að ná sér af öðrum meiðslum.
Puyol meiddist einnig í leiknum en verður þó orðinn leikfær fyrir sunnudag þegar Barcelona mætir Atletico Madrid.
Börsungar hafa misst nokkra leikmenn í langvarandi meiðsli. Auk Marquez verða þeir Gianluca Zambrotta, Yaya Toure, Edmilson og Samuel Eto'o allir frá næsta mánuðinn að minnsta kosti.