Veigar Páll: Hundfúll vegna ummæla þjálfarans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. október 2007 16:00 Veigar Páll Gunnarsson er ósáttur við ummæli þjálfara síns í gær. Mynd/Scanpix Veigar Páll Gunnarsson strunsaði ekki frá heimavelli Stabæk eftir að honum var skipt út af í gær og er í raun veikur í dag. Norskir fjölmiðlar hafa gert sér mikinn mat úr því að Veigari Páli var skipt út af í tapleik Stabæk fyrir Lyn í norsku úrvalsdeildinni í gær. Þeir segja að Veigar hafi strunsað beint heim og svo ekki mætt á æfingu í dag. „Þetta er ekki eins alvarlegt eins og þetta sýnist vera," sagði Veigar Páll við Vísi í dag. „Ég átti mjög lélegan leik í gær og fer ekkert í felur með það. En allt liðið átti líka lélegan dag. Ég var svo tekinn út af og hef síðan lesið að ég hefði strunsað heim. Það var ekki þannig. Ég fór inn í klefa og róaði mig aðeins niður eftir lélega frammistöðu. Svo fór ég í sturtu, klæddi mig og í stað þess að fara aftur út á völlinn horfði ég á leikinn í sjónvarpi undir stúkunni. Eftir það fór ég heim og var ekkert óeðlilegt við það." Veigar mætti svo ekki á æfingu í dag og hafa norskir fjölmiðlar fjallað um það í dag. „Ég er svo sem ekkert fárveikur en ég er slappur. Þess vegna er ég heima og hefur ekkert að gera með leikinn í gær." Hann er hins vegar mjög ósáttur við þau ummæli sem Jan Jönsson, þjálfari Stabæk, lét falla eftir leikinn í gær. „Það hefur verið mjög gott á milli okkar síðan hann kom til félagsins. En svo segir hann að hann sé orðinn þreyttur á lélegu viðhorfi mínu og líður mér eins og hann sé að kenna mér um tapið. Það finnst mér illa sagt af honum og kemur mér leiðinlega á óvart að hann segi slíkt. Ég er hundfúll vegna þessara ummæla." Veigar segir að miðað við sína frammistöðu með liðinu undanfarin þrjú ár eigi hann betra skilið. „Nú þegar ég á einn leik þar sem bókstaflega ekkert gengur upp fær maður að heyra þetta. Ég hef oft átt slaka leiki en þetta var í raun eini alslæmi leikur minn með félaginu undanfarin þrjú ár. Svo fannst mér ég ekkert verri en restin af liðinu." Hann lætur þetta þó ekki á sig fá og ætlar að mæta galvaskur á næstu æfingu Stabæk. „Ég mæti eins og að ekkert hafi í skorist. Ef hann vill ræða þetta mál við mig getur hann gert það." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Fleiri fréttir Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson strunsaði ekki frá heimavelli Stabæk eftir að honum var skipt út af í gær og er í raun veikur í dag. Norskir fjölmiðlar hafa gert sér mikinn mat úr því að Veigari Páli var skipt út af í tapleik Stabæk fyrir Lyn í norsku úrvalsdeildinni í gær. Þeir segja að Veigar hafi strunsað beint heim og svo ekki mætt á æfingu í dag. „Þetta er ekki eins alvarlegt eins og þetta sýnist vera," sagði Veigar Páll við Vísi í dag. „Ég átti mjög lélegan leik í gær og fer ekkert í felur með það. En allt liðið átti líka lélegan dag. Ég var svo tekinn út af og hef síðan lesið að ég hefði strunsað heim. Það var ekki þannig. Ég fór inn í klefa og róaði mig aðeins niður eftir lélega frammistöðu. Svo fór ég í sturtu, klæddi mig og í stað þess að fara aftur út á völlinn horfði ég á leikinn í sjónvarpi undir stúkunni. Eftir það fór ég heim og var ekkert óeðlilegt við það." Veigar mætti svo ekki á æfingu í dag og hafa norskir fjölmiðlar fjallað um það í dag. „Ég er svo sem ekkert fárveikur en ég er slappur. Þess vegna er ég heima og hefur ekkert að gera með leikinn í gær." Hann er hins vegar mjög ósáttur við þau ummæli sem Jan Jönsson, þjálfari Stabæk, lét falla eftir leikinn í gær. „Það hefur verið mjög gott á milli okkar síðan hann kom til félagsins. En svo segir hann að hann sé orðinn þreyttur á lélegu viðhorfi mínu og líður mér eins og hann sé að kenna mér um tapið. Það finnst mér illa sagt af honum og kemur mér leiðinlega á óvart að hann segi slíkt. Ég er hundfúll vegna þessara ummæla." Veigar segir að miðað við sína frammistöðu með liðinu undanfarin þrjú ár eigi hann betra skilið. „Nú þegar ég á einn leik þar sem bókstaflega ekkert gengur upp fær maður að heyra þetta. Ég hef oft átt slaka leiki en þetta var í raun eini alslæmi leikur minn með félaginu undanfarin þrjú ár. Svo fannst mér ég ekkert verri en restin af liðinu." Hann lætur þetta þó ekki á sig fá og ætlar að mæta galvaskur á næstu æfingu Stabæk. „Ég mæti eins og að ekkert hafi í skorist. Ef hann vill ræða þetta mál við mig getur hann gert það."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Fleiri fréttir Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Sjá meira