Golf

Tiger vill harðar refsingar

Tiger Woods
Tiger Woods NordicPhotos/GettyImages

Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er ákafur talsmaður harðra refsinga fyrir kylfinga sem gerast sekir um ólöglega lyfjaneyslu. Alþjóða golfsambandið hefur ákveðið að leggja aukna áherslu á lyfjamál í golfinu í framtíðinni.

Woods segist ekki þekkja neinn sem notar lyf en segir refsingar þurfa að vera þungar ef menn gerist sekir um að nota lyf í golfinu. "Ég tel að refsingin við lyfjaneyslu ætti að vera mjög hörð af því golfið er heiðursmannaíþrótt," sagði Woods.

Það var goðsögnin Gary Player sem setti allt upp í loft í þessum efnum í golfheiminum á dögunum þegar hann fullyrti að fjöldi kylfinga notaði ólögleg lyf og hefðu viðurkennt það fyrir sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×