Tífaldur munur á stærstu forlögunum Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 24. september 2007 18:45 Forlagið - sem verður til þegar Mál og menning og JPV sameinast - verður að minnsta kosti tífalt stærra en næst stærsta bókaútgáfa landsins. Miklar sviptingar hafa verið í útgáfuheimi landsins síðustu vikur. Mál og menning keypti útgáfuhluta Eddunnar og áður en við var snúið hafði JPV keypt Mál og menningu. Þá er Baugur kominn í bókaútgáfu, eða réttara sagt Hjálmur, sem stofnaði Skugga í sumar þar sem Illugi Jökulsson ræður ríkjum. En hverju breyta þessar nýjustu sviptingar á útgáfusenu landsins? Talið er að bókamarkaðurinn velti um þremur til þremur og hálfum milljarði króna á ári. Ef einungis er litið á samkeppnisbókamarkaðinn, og námsbækurnar ekki taldar með, þá var Eddan í fyrra langstærsta bókaútgáfa landsins með um einn komma fjóra milljarða króna í veltu, en útgáfuhlutinn var um 8-900 milljónir króna. JPV var næststærst, nærri hálfdrættingur á við Edduna með um 400 milljónir í veltu. Þriðja stærsta útgáfan Bjartur velti þá um 100 milljónum. Kippa af minni forlögum áttu síðan smásneið af markaðnum. Þótt Eddan hafi trónað yfir samkeppnisaðila sína í fyrra - þá er það ekkert í samanburði við það hvernig nýja útgáfan Forlagið - sem verður formlega til um næstu mánaðamót - mun gnæfa yfir aðra. Líkleg velta þess fyrirtækis er um 1,4 milljarðar á meðan næststærsta forlagið, sameinað forlag Bjarts og Veraldar, áætlar uppundir 140 milljóna króna veltu. Munurinn er tífaldur. Formaður Félags bókaútgefenda líst ekki illa á þessa nýju stöðu. Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, óttast ekki að útgáfurisi drepi minni forlögin. Risinn sitji við sama borð gagnvart smásalanum. Fréttir Innlent Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Forlagið - sem verður til þegar Mál og menning og JPV sameinast - verður að minnsta kosti tífalt stærra en næst stærsta bókaútgáfa landsins. Miklar sviptingar hafa verið í útgáfuheimi landsins síðustu vikur. Mál og menning keypti útgáfuhluta Eddunnar og áður en við var snúið hafði JPV keypt Mál og menningu. Þá er Baugur kominn í bókaútgáfu, eða réttara sagt Hjálmur, sem stofnaði Skugga í sumar þar sem Illugi Jökulsson ræður ríkjum. En hverju breyta þessar nýjustu sviptingar á útgáfusenu landsins? Talið er að bókamarkaðurinn velti um þremur til þremur og hálfum milljarði króna á ári. Ef einungis er litið á samkeppnisbókamarkaðinn, og námsbækurnar ekki taldar með, þá var Eddan í fyrra langstærsta bókaútgáfa landsins með um einn komma fjóra milljarða króna í veltu, en útgáfuhlutinn var um 8-900 milljónir króna. JPV var næststærst, nærri hálfdrættingur á við Edduna með um 400 milljónir í veltu. Þriðja stærsta útgáfan Bjartur velti þá um 100 milljónum. Kippa af minni forlögum áttu síðan smásneið af markaðnum. Þótt Eddan hafi trónað yfir samkeppnisaðila sína í fyrra - þá er það ekkert í samanburði við það hvernig nýja útgáfan Forlagið - sem verður formlega til um næstu mánaðamót - mun gnæfa yfir aðra. Líkleg velta þess fyrirtækis er um 1,4 milljarðar á meðan næststærsta forlagið, sameinað forlag Bjarts og Veraldar, áætlar uppundir 140 milljóna króna veltu. Munurinn er tífaldur. Formaður Félags bókaútgefenda líst ekki illa á þessa nýju stöðu. Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, óttast ekki að útgáfurisi drepi minni forlögin. Risinn sitji við sama borð gagnvart smásalanum.
Fréttir Innlent Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira