Fótbolti

Frítt á völlinn í Grafarvogi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Fjölnis.
Stuðningsmenn Fjölnis. Mynd/Hörður

Fjölnir mun á morgun bjóða áhorfendum frítt á leik liðsins við Þór í 1. deildinni í fótbolta.

Með sigri tryggir Fjölnir sér sæti í úrvalsdeild karla að ári.

Næst síðasta umferð 1. deildarinnar fer fram á morgun og er mikil spenna bæði á toppi og botni.

Grindavík og Þróttur eru á toppnum með 44 stig en Fjölnir fylgir fast á hæla þeirra með 42 stig.

ÍBV er í fjórða sæti með 38 stig og ef liðið misstígur sig gegn Þrótti á útivelli á morgun er ljóst að hin þrjú liðin eru komin upp í úrvalsdeild.

Grindavík tekur á móti Reyni frá Sandgerði á morgun og eru með sigri sömuleiðis komnir upp í úrvalsdeildina.

Mikil spenna er á botni deildarinnar en þar eru Reynir og KA í botnsætunum með 16 stig og mjög óhagstætt markahlutfall.

Njarðvík er svo með sautján stig og Stjarnan og Víkingur, Ólafsvík, með nítján.

Allir leikir morgundagsins hefjast klukkan 13.30.

17. umferð 1. deildar karla:

Þróttur - ÍBV

Grindavík - Reynir, Sandgerði

Njarðvík - Fjarðabyggð

Víkingur, Ólafsvík - Stjarnan

KA - Leiknir

Fjölnir - Þór




Fleiri fréttir

Sjá meira


×