Afmælisgjafirnar brunnu upp Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 19. september 2007 18:28 Græddur er geymdur eyrir. Eða ekki. Afmælisgjafir sem lagðar voru af hugulsemi og fyrirhyggju inn á sparisjóðsbók hjá ungum pilti á sjöunda áratugnum, allt frá því hann var eins árs og fram að fermingu, urðu að engu á nokkrum áratugum. Á svokölluðum vöxtum. Í Bítinu á Bylgjunni var fyrir skömmu viðtal við Stefán Halldórsson sem fékk ársgamall sparisjóðsbók í Búnaðarbankanum. Þetta var árið 1960. Næstu tólf árin voru lagðar inn á bókina afmælisgjafir og þessháttar, síðast árið 1972. Þá voru 2759 krónur og 80 aurar inni á bókinni. Bókin fannst svo fyrir tilviljun nýverið þegar móðir Stefáns var að róta í kössum uppi á háalofti. Stefáni lék forvitni á að vita hversu há upphæðin væri í dag en þá hafði hún legið óhreyfð á vöxtum í 35 ár og gæti því verið orðin drjúgur skildingur. Óekki. Nú á Stefán heilar 939 krónur inni hjá Kaupþingi. Tölurnar segja kannski lítið - en verðsamanburður sýnir að í stað þess að vaxa, eins og maður ætlast til af bankainnistæðum - hefur upphæðin rýrnað. Verulega. Kíkjum á nokkrar nauðsynjar. Fyrir 35 árum gastu keypt 178 lítra af mjólk fyrir 2759 kr. Í dag færðu 13 lítra fyrir 939 kr. Sjötíu og tvö gastu farið 317 sinnum í strætó á afsláttarmiða. Í dag kemstu fjórar afsláttarferðir með strætó. Þá gastu dælt 172 lítrum af bensíni á bílinn. Miðað við algengt verð á bensíni í dag - færðu 7 lítra. Þá fékkstu 3,15 lítra af brennivíni fyrir upphæðina. Nú færðu tæpan fjórðung úr lítra. Og þá er það sígarettupakkinn. Þá fékkstu 39 pakka, nú færðu um það bil einn og hálfan pakka af winston. Stefán sagði í samtali við fréttastofu sérstakt að í ljósi lúxusferða og ofurlauna manna sem þéna jafnmikið á ári og verkamenn alla starfsævina - að þeir sem lögðu grunninn að þessum bönkum - fái svona ávöxtun. Svona ávöxtun er bara grín, sagði Stefán. Það má með sanni segja því miðað við sígarettuvísitöluna hefur upphæðin rýrnað um 96% - en 99% ef miðað er við afsláttarferð í strætó. Fréttir Innlent Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Græddur er geymdur eyrir. Eða ekki. Afmælisgjafir sem lagðar voru af hugulsemi og fyrirhyggju inn á sparisjóðsbók hjá ungum pilti á sjöunda áratugnum, allt frá því hann var eins árs og fram að fermingu, urðu að engu á nokkrum áratugum. Á svokölluðum vöxtum. Í Bítinu á Bylgjunni var fyrir skömmu viðtal við Stefán Halldórsson sem fékk ársgamall sparisjóðsbók í Búnaðarbankanum. Þetta var árið 1960. Næstu tólf árin voru lagðar inn á bókina afmælisgjafir og þessháttar, síðast árið 1972. Þá voru 2759 krónur og 80 aurar inni á bókinni. Bókin fannst svo fyrir tilviljun nýverið þegar móðir Stefáns var að róta í kössum uppi á háalofti. Stefáni lék forvitni á að vita hversu há upphæðin væri í dag en þá hafði hún legið óhreyfð á vöxtum í 35 ár og gæti því verið orðin drjúgur skildingur. Óekki. Nú á Stefán heilar 939 krónur inni hjá Kaupþingi. Tölurnar segja kannski lítið - en verðsamanburður sýnir að í stað þess að vaxa, eins og maður ætlast til af bankainnistæðum - hefur upphæðin rýrnað. Verulega. Kíkjum á nokkrar nauðsynjar. Fyrir 35 árum gastu keypt 178 lítra af mjólk fyrir 2759 kr. Í dag færðu 13 lítra fyrir 939 kr. Sjötíu og tvö gastu farið 317 sinnum í strætó á afsláttarmiða. Í dag kemstu fjórar afsláttarferðir með strætó. Þá gastu dælt 172 lítrum af bensíni á bílinn. Miðað við algengt verð á bensíni í dag - færðu 7 lítra. Þá fékkstu 3,15 lítra af brennivíni fyrir upphæðina. Nú færðu tæpan fjórðung úr lítra. Og þá er það sígarettupakkinn. Þá fékkstu 39 pakka, nú færðu um það bil einn og hálfan pakka af winston. Stefán sagði í samtali við fréttastofu sérstakt að í ljósi lúxusferða og ofurlauna manna sem þéna jafnmikið á ári og verkamenn alla starfsævina - að þeir sem lögðu grunninn að þessum bönkum - fái svona ávöxtun. Svona ávöxtun er bara grín, sagði Stefán. Það má með sanni segja því miðað við sígarettuvísitöluna hefur upphæðin rýrnað um 96% - en 99% ef miðað er við afsláttarferð í strætó.
Fréttir Innlent Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira