Afmælisgjafirnar brunnu upp Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 19. september 2007 18:28 Græddur er geymdur eyrir. Eða ekki. Afmælisgjafir sem lagðar voru af hugulsemi og fyrirhyggju inn á sparisjóðsbók hjá ungum pilti á sjöunda áratugnum, allt frá því hann var eins árs og fram að fermingu, urðu að engu á nokkrum áratugum. Á svokölluðum vöxtum. Í Bítinu á Bylgjunni var fyrir skömmu viðtal við Stefán Halldórsson sem fékk ársgamall sparisjóðsbók í Búnaðarbankanum. Þetta var árið 1960. Næstu tólf árin voru lagðar inn á bókina afmælisgjafir og þessháttar, síðast árið 1972. Þá voru 2759 krónur og 80 aurar inni á bókinni. Bókin fannst svo fyrir tilviljun nýverið þegar móðir Stefáns var að róta í kössum uppi á háalofti. Stefáni lék forvitni á að vita hversu há upphæðin væri í dag en þá hafði hún legið óhreyfð á vöxtum í 35 ár og gæti því verið orðin drjúgur skildingur. Óekki. Nú á Stefán heilar 939 krónur inni hjá Kaupþingi. Tölurnar segja kannski lítið - en verðsamanburður sýnir að í stað þess að vaxa, eins og maður ætlast til af bankainnistæðum - hefur upphæðin rýrnað. Verulega. Kíkjum á nokkrar nauðsynjar. Fyrir 35 árum gastu keypt 178 lítra af mjólk fyrir 2759 kr. Í dag færðu 13 lítra fyrir 939 kr. Sjötíu og tvö gastu farið 317 sinnum í strætó á afsláttarmiða. Í dag kemstu fjórar afsláttarferðir með strætó. Þá gastu dælt 172 lítrum af bensíni á bílinn. Miðað við algengt verð á bensíni í dag - færðu 7 lítra. Þá fékkstu 3,15 lítra af brennivíni fyrir upphæðina. Nú færðu tæpan fjórðung úr lítra. Og þá er það sígarettupakkinn. Þá fékkstu 39 pakka, nú færðu um það bil einn og hálfan pakka af winston. Stefán sagði í samtali við fréttastofu sérstakt að í ljósi lúxusferða og ofurlauna manna sem þéna jafnmikið á ári og verkamenn alla starfsævina - að þeir sem lögðu grunninn að þessum bönkum - fái svona ávöxtun. Svona ávöxtun er bara grín, sagði Stefán. Það má með sanni segja því miðað við sígarettuvísitöluna hefur upphæðin rýrnað um 96% - en 99% ef miðað er við afsláttarferð í strætó. Fréttir Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira
Græddur er geymdur eyrir. Eða ekki. Afmælisgjafir sem lagðar voru af hugulsemi og fyrirhyggju inn á sparisjóðsbók hjá ungum pilti á sjöunda áratugnum, allt frá því hann var eins árs og fram að fermingu, urðu að engu á nokkrum áratugum. Á svokölluðum vöxtum. Í Bítinu á Bylgjunni var fyrir skömmu viðtal við Stefán Halldórsson sem fékk ársgamall sparisjóðsbók í Búnaðarbankanum. Þetta var árið 1960. Næstu tólf árin voru lagðar inn á bókina afmælisgjafir og þessháttar, síðast árið 1972. Þá voru 2759 krónur og 80 aurar inni á bókinni. Bókin fannst svo fyrir tilviljun nýverið þegar móðir Stefáns var að róta í kössum uppi á háalofti. Stefáni lék forvitni á að vita hversu há upphæðin væri í dag en þá hafði hún legið óhreyfð á vöxtum í 35 ár og gæti því verið orðin drjúgur skildingur. Óekki. Nú á Stefán heilar 939 krónur inni hjá Kaupþingi. Tölurnar segja kannski lítið - en verðsamanburður sýnir að í stað þess að vaxa, eins og maður ætlast til af bankainnistæðum - hefur upphæðin rýrnað. Verulega. Kíkjum á nokkrar nauðsynjar. Fyrir 35 árum gastu keypt 178 lítra af mjólk fyrir 2759 kr. Í dag færðu 13 lítra fyrir 939 kr. Sjötíu og tvö gastu farið 317 sinnum í strætó á afsláttarmiða. Í dag kemstu fjórar afsláttarferðir með strætó. Þá gastu dælt 172 lítrum af bensíni á bílinn. Miðað við algengt verð á bensíni í dag - færðu 7 lítra. Þá fékkstu 3,15 lítra af brennivíni fyrir upphæðina. Nú færðu tæpan fjórðung úr lítra. Og þá er það sígarettupakkinn. Þá fékkstu 39 pakka, nú færðu um það bil einn og hálfan pakka af winston. Stefán sagði í samtali við fréttastofu sérstakt að í ljósi lúxusferða og ofurlauna manna sem þéna jafnmikið á ári og verkamenn alla starfsævina - að þeir sem lögðu grunninn að þessum bönkum - fái svona ávöxtun. Svona ávöxtun er bara grín, sagði Stefán. Það má með sanni segja því miðað við sígarettuvísitöluna hefur upphæðin rýrnað um 96% - en 99% ef miðað er við afsláttarferð í strætó.
Fréttir Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira