Hópur fjárfesta styrkir skóla fyrir fatlaða Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 16. september 2007 18:45 Fjársterk kona leiðir hóp einstaklinga sem hyggst styrkja byggingu á nýjum skóla fyrir fatlaða í Mjóddinni. Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla verður því lokað innan fárra ára þegar nýi skólinn verður tekinn í notkun. Rösklega 30 ár eru síðan Öskjuhlíðarskóli hóf störf en þriðji áfangi hans, þar sem vera átti íþróttasalur, sundlaug og fleira var aldrei byggður. Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli sameinast í nýja skólanum sem verður komið fyrir á nærri 20 þúsund fermetra lóð við ÍR svæðið í Breiðholti. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, segir að lóðin sé tilvalin undir þessa starfsemi, hún liggi vel við samgöngum og hægt verði að rækta grænt svæði í kringum hana. Verktakar hafa haft augastað á svæðinu en Júlíus Vífill segir að val á lóð undir nýja skólann hafi haft forgang. Júlíus segir menn vilja hefjast handa sem fyrst en kostnaður við skólann hefur ekki verið reiknaður út. Ekki er talið að hann verði mikið dýrari en hefðbundinn grunnskóli sem getur kostað á bilinu þúsund til fimmtán hundruð milljónir. Kona leiðir hóp fjársterkra einstaklinga, sem ekki vilja láta nafna sinna getið, en hafa lýst yfir vilja til að leggja fé í byggingu skólans og styðja hann á ýmsan hátt. Engar upphæðir hafa verið nefndar en Júlíus segir þátttöku hópsins mjög ríkulegan og gjöfin sé algerlega óskilyrt. Nýi skólinn mun breyta mjög miklu fyrir fötluð börn í borginni, segir Júlíus, og ekki síst fyrir Öskjuhlíðarskóla. Fréttir Innlent Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Sjá meira
Fjársterk kona leiðir hóp einstaklinga sem hyggst styrkja byggingu á nýjum skóla fyrir fatlaða í Mjóddinni. Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla verður því lokað innan fárra ára þegar nýi skólinn verður tekinn í notkun. Rösklega 30 ár eru síðan Öskjuhlíðarskóli hóf störf en þriðji áfangi hans, þar sem vera átti íþróttasalur, sundlaug og fleira var aldrei byggður. Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli sameinast í nýja skólanum sem verður komið fyrir á nærri 20 þúsund fermetra lóð við ÍR svæðið í Breiðholti. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, segir að lóðin sé tilvalin undir þessa starfsemi, hún liggi vel við samgöngum og hægt verði að rækta grænt svæði í kringum hana. Verktakar hafa haft augastað á svæðinu en Júlíus Vífill segir að val á lóð undir nýja skólann hafi haft forgang. Júlíus segir menn vilja hefjast handa sem fyrst en kostnaður við skólann hefur ekki verið reiknaður út. Ekki er talið að hann verði mikið dýrari en hefðbundinn grunnskóli sem getur kostað á bilinu þúsund til fimmtán hundruð milljónir. Kona leiðir hóp fjársterkra einstaklinga, sem ekki vilja láta nafna sinna getið, en hafa lýst yfir vilja til að leggja fé í byggingu skólans og styðja hann á ýmsan hátt. Engar upphæðir hafa verið nefndar en Júlíus segir þátttöku hópsins mjög ríkulegan og gjöfin sé algerlega óskilyrt. Nýi skólinn mun breyta mjög miklu fyrir fötluð börn í borginni, segir Júlíus, og ekki síst fyrir Öskjuhlíðarskóla.
Fréttir Innlent Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Sjá meira