Jafnlaunavottun úr sögunni? Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 16. september 2007 18:30 Ákvörðun verður tekin í kvöld um það hvort ráðherraskipuð nefnd sem ætlað var að undirbúa jafnlaunavottun fyrirtækja, heldur áfram störfum. Fyrrverandi félagasmálaráðherra skipaði nefndina til að vinna gegn kynbundnum launamun, en hana vantar 75 milljónir til að ljúka verkinu. Tugir þúsunda kvenna streymdu í miðbæ Reykjavíkur á 30 ára afmæli Kvennafrídagsins fyrir tveimur árum þar sem meginkrafan var að útrýma kynbundnum launamun. Svar ríkisstjórnarinnar og framlag þennan dag var tilkynning þáverandi félagsmálaráðherra, Árna Magnússonar, um gæðavottun jafnra launa. Rúmum mánuði síðar skipaði hann sex manna starfshóp sem átti að undirbúa málið og sagði hann þá að hópurinn myndi líklega ljúka störfum um vorið - þ.e. vorið 2006 og þá um sumarið skyldi fyrstu vottanirnar verða að veruleika. Enn hefur ekkert fyrirtæki fengið vottun. Kerfið var hugsað sem jákvæð hvatning til fyrirtækja, líkt og umhverfisvottanir, um að eyða hjá sér kynbundnum launamun. Í pistli í Fréttablaðinu í dag segir Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks að fregnir hafi borist af því að ríkisstjórnin hafi hætt við að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra neitaði því í samtali við fréttastofu í dag að búið væri að taka ákvörðun um það. En samkvæmt heimildum fréttastofu er verkefnið í uppnámi. Eftir ríkisstjórnarskiptin hafi dregist von úr viti að fá fé í framkvæmd verkefnisins þótt menn hafi í orði verið jákvæðir. Til að halda verkefninu til streitu þurfi 25 milljónir á ári næstu þrjú árin. Heimildir fréttastofu herma að þreyta sé í hópnum, menn séu ekki sáttir, enda búið að leggja í mikla vinnu en tregða stjórnvalda til að veita svör eftir ríkisstjórnarskiptin sýni að nánast einboðið sé að ljúka störfum. Hópurinn hittist á fundi í kvöld og þá verður ákveðið hvort hann dregur sig í hlé. Fréttir Innlent Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Ákvörðun verður tekin í kvöld um það hvort ráðherraskipuð nefnd sem ætlað var að undirbúa jafnlaunavottun fyrirtækja, heldur áfram störfum. Fyrrverandi félagasmálaráðherra skipaði nefndina til að vinna gegn kynbundnum launamun, en hana vantar 75 milljónir til að ljúka verkinu. Tugir þúsunda kvenna streymdu í miðbæ Reykjavíkur á 30 ára afmæli Kvennafrídagsins fyrir tveimur árum þar sem meginkrafan var að útrýma kynbundnum launamun. Svar ríkisstjórnarinnar og framlag þennan dag var tilkynning þáverandi félagsmálaráðherra, Árna Magnússonar, um gæðavottun jafnra launa. Rúmum mánuði síðar skipaði hann sex manna starfshóp sem átti að undirbúa málið og sagði hann þá að hópurinn myndi líklega ljúka störfum um vorið - þ.e. vorið 2006 og þá um sumarið skyldi fyrstu vottanirnar verða að veruleika. Enn hefur ekkert fyrirtæki fengið vottun. Kerfið var hugsað sem jákvæð hvatning til fyrirtækja, líkt og umhverfisvottanir, um að eyða hjá sér kynbundnum launamun. Í pistli í Fréttablaðinu í dag segir Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks að fregnir hafi borist af því að ríkisstjórnin hafi hætt við að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra neitaði því í samtali við fréttastofu í dag að búið væri að taka ákvörðun um það. En samkvæmt heimildum fréttastofu er verkefnið í uppnámi. Eftir ríkisstjórnarskiptin hafi dregist von úr viti að fá fé í framkvæmd verkefnisins þótt menn hafi í orði verið jákvæðir. Til að halda verkefninu til streitu þurfi 25 milljónir á ári næstu þrjú árin. Heimildir fréttastofu herma að þreyta sé í hópnum, menn séu ekki sáttir, enda búið að leggja í mikla vinnu en tregða stjórnvalda til að veita svör eftir ríkisstjórnarskiptin sýni að nánast einboðið sé að ljúka störfum. Hópurinn hittist á fundi í kvöld og þá verður ákveðið hvort hann dregur sig í hlé.
Fréttir Innlent Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira