Innlent

Stjórnvöld flýta ekki fyrir vistvæðingu bílaflotans

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar

Stjórnvöld þurfa að gera gangskör í að breyta gjöldum vistvænna bíla, segir framkvæmdastjóri Orkuseturs. Sýnishorn af vistvænustu bílum landsins eru til sýnis í Perlunni um helgina.

Á sýningunni eru bæði bílar sem hægt er að kaupa strax í dag en líka þeir sem eru við það koma á markað. Og allir eiga þeir það sameiginlegt að nota endurnýjanlega orku - en ekki eldsneyti úr jörðu.

En kerfið er ekki að auðvelda fólki að kaupa sér vistvæna bíla, segir framkvæmdastjóri Orkuseturs, og stjórnvöld þurfa að herða sig í að móta reglur um bílaflotann.

Sigurður telur skynsamlegast að bílar verði skattlagðir eftir því hversu vistvænir þeir eru. Því minni útblástur - því lægri gjöld. En hvað er raunhæfasti kosturinn fyrir Jón og Gunnu sem ætla að kaupa nýjan vistvænan bil - strax á morgun? Þá mælir Sigurður með metanbíl, enda notar hann innlenda orku. Óvíst er hins vegar hvenær etanólbílarnir koma á markað - því enn er óljóst með skattlagningu þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×