Mangús Þorsteinsson getur nú notið útsýnisins yfir sundin blá af tólftu hæðinni í Skuggahverfinu
Milljarðamæringurinn Magnús Þorsteinsson, sem er stærsti hluthafinn og stjórnarformaður í Eimskip, festi á dögunum kaup á glæsiíbúð í Skuggahverfinu. Íbúðin er á 12. hæð og herma heimildir Vísis að Magnús hafi greitt rúmar 70 milljónir fyrir hina 136 fermetra íbúð.
Seljandi var annar kunnur athafnamaður Jón Kristjánsson í Sund sem nýverið flutti inn í glæsilegt einbýlishús á Arnarnesi.
Í þessu húsi á Vatnsstígnum keypti Magnús íbúð.Magnús býr ásamt fjölskyldu sinni á Akureyri en getur nú hvílt lúin bein í Reykjavík í fallegri íbúðinni á Vatnsstíg. Nágrannar Magnúsar eru ekki af verri endanum. Á meðal þeirra eru Ármann Þorvaldsson, yfirmaður Kaupþings í London, og eiginkona hans, athafnamaðurinn Sindri Sindrason, Ása Karen Ásgeirsdóttir, móðir Jóns Ásgeirs og Kristínar Jóhannesarbarna, og Ingimundur Sigfússon, fyrrverandi sendiherra og nýskipaður formaður Þjóðleikhúsráðs.