Íslenskir unnendur tölvuleiksins vinsæla Sega Rally geta nú glaðst því í næstu útgáfu leiksins býðst keppendum að aka um á íslenskum tofærubíl.
Framleiðandi leiksins segir að íslenska torfærutröllið bjóði upp á nýja upplifun í leiknum og að stóru skófludekkin á tækjunum geri það jafnvel mögulegt að fljóta á vatni.