Kreppu spáð Guðjón Helgason skrifar 9. september 2007 18:56 Breskir bankasérfræðingar spá bankakreppu í vikunni sem eigi sér ekki líka síðustu tuttugu ár. Bankar sem þurfi að endurfjármagna lendi í vandræðum. Hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands segir íslenska banka betur í stakk búna til að takast á við slíkt en þegar næddi um þá fyrir einu og hálfu ári. Breska blaðið Sunday Times birtir í dag grein sem byggir á viðtölum við reynda menn í breska fjármálageiranum. Kreppur er spáð. Vanir sérfræðingar segjast ekki hafa séð það svartara í 20 ár. Því er spáð að endurfjármögnun næstu viku - að mestu í gegnum Lundúnir - sem nemi rúmlega sjö þúsund milljörðum króna - verði til að valda vandræðum. Það sé nærri þúsund milljörðum minna en þegar vandræði urðu á mörkuðum í síðasta mánuði og síðan þá hafi fjárfestar og lánastofnanir farið að halda að sér höndum. Miklar lækkanir urðu á hlutabréfum víðs vegar um heim vegna óróleika sem skapaðist þegar vanskil urðu á annars flokks húsnæðislánum í Bandaríkjunum. Þurftu helstu seðlabankar heims að dæla peningum inn á markaði til að viðhaldi eðlilegu fjárstreymi. Nú þegar hefur breski Seðlabankinn lýst því yfir að hann muni dæla allt að fimm hundruð og áttatíu milljörðum króna inn á markaði á næstu þremur vikum. Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands, segir áhrifa þegar að gæta og óvíst hvað þau verði mikil um allan heim. Það sé ljóst að vandinn hverfi ekki eins og dögg fyrir sólu. Hann telur að áhættumat fjárfesta sé breytt. Tryggvi segir íslenska banka betur í stakk búna að takast á við vandræði tengd þessu ein þeir voru þegar mest buldi á þeim fyrir einu og hálfu ári. Þeir hafi orðið að grípa til aðgerða þá og því hafi þeir gert breytingar. Fréttir Innlent Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira
Breskir bankasérfræðingar spá bankakreppu í vikunni sem eigi sér ekki líka síðustu tuttugu ár. Bankar sem þurfi að endurfjármagna lendi í vandræðum. Hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands segir íslenska banka betur í stakk búna til að takast á við slíkt en þegar næddi um þá fyrir einu og hálfu ári. Breska blaðið Sunday Times birtir í dag grein sem byggir á viðtölum við reynda menn í breska fjármálageiranum. Kreppur er spáð. Vanir sérfræðingar segjast ekki hafa séð það svartara í 20 ár. Því er spáð að endurfjármögnun næstu viku - að mestu í gegnum Lundúnir - sem nemi rúmlega sjö þúsund milljörðum króna - verði til að valda vandræðum. Það sé nærri þúsund milljörðum minna en þegar vandræði urðu á mörkuðum í síðasta mánuði og síðan þá hafi fjárfestar og lánastofnanir farið að halda að sér höndum. Miklar lækkanir urðu á hlutabréfum víðs vegar um heim vegna óróleika sem skapaðist þegar vanskil urðu á annars flokks húsnæðislánum í Bandaríkjunum. Þurftu helstu seðlabankar heims að dæla peningum inn á markaði til að viðhaldi eðlilegu fjárstreymi. Nú þegar hefur breski Seðlabankinn lýst því yfir að hann muni dæla allt að fimm hundruð og áttatíu milljörðum króna inn á markaði á næstu þremur vikum. Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands, segir áhrifa þegar að gæta og óvíst hvað þau verði mikil um allan heim. Það sé ljóst að vandinn hverfi ekki eins og dögg fyrir sólu. Hann telur að áhættumat fjárfesta sé breytt. Tryggvi segir íslenska banka betur í stakk búna að takast á við vandræði tengd þessu ein þeir voru þegar mest buldi á þeim fyrir einu og hálfu ári. Þeir hafi orðið að grípa til aðgerða þá og því hafi þeir gert breytingar.
Fréttir Innlent Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira