Einföld lagasetning dygði 29. ágúst 2007 18:55 Einföld lagasetning dygði til að hindra fyrirtæki í að rukka fólk um seðilgjöld, segir Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður sem kærði útskriftargjald Símans til Eftirlitsstofnunar EFTA, í fyrra. Hvorki Kaupþing né Glitnir vilja gefa upp hversu mikið þeir hafa rukkað í seðilgjöld af viðskiptavinum. Umræðan um seðilgjöld blossar reglulega upp, nú síðast eftir að forstjóri Neytendastofu sagði þau oft tilhæfulaus og jafnvel ólögleg. Í kjölfarið kom í ljós að viðskiptaráðherra undirbýr sérstaka skoðun á þessum gjöldum, sem geta numið allt að 120 þúsund krónur á á hvert heimili í landinu. Nú síðast sagði Guðmundur Ólafsson hagfræðingur að gjöldin væru ólögleg. Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður kærði seðilgjöld Símans til ESA í maí í fyrra en engin niðurstaða hefur fengist í málið. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að einföld lagasetning myndi koma í veg fyrir að fyrirtæki gætu rukkað fólk fyrir að tilkynna því um skuld sína - með öðrum orðum, að borga fyrir að fá að borga. Hann undraðist það ekki að slík lög hefðu ekki verið sett, enda væri mikið látið eftir stórfyrirtækjum í landinu og tilhneiging til þess hjá stjórnvöldum, sama hvar í flokki þeir sætu, að gera vel við þá sem ekki þurfa á því að halda. Stóru viðskiptabankarnir þrír innheimta seðilgjöld og sjá auk þess um innheimtu fyrir fjölmörg önnur fyrirtæki. Þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag að fá upplýsingar um hversu mikið bankarnir hefðu tekið inn í seðilgjöldum á síðasta ári vildu hvorki Glitnir né Kaupþing gefa það upp. Ekki fékkst uppgefið hvort seðilgjöld þeirra endurspegluðu raunkostnað við að senda út greiðsluseðla. Landsbankinn svaraði ekki. Athugull áhorfandi hafði samband við fréttastofu og sagði að ríkið tæki líka til sín seðilgjöld - og vísaði þar til úrvinnslugjalds sem Tollstjóri rukkar, upp á 350 krónur, og tilkynningar- og seðilgjöld Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Hjá Fjársýslu ríkisins fengust í dag þær upplýsingar að úrvinnslugjaldið væri ekki seðilgjald - heldur skattur, með stoð í lögum, og á að standa meðal annars undir kostnaði við endurnýta eða farga úrgangi. Fréttir Innlent Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Einföld lagasetning dygði til að hindra fyrirtæki í að rukka fólk um seðilgjöld, segir Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður sem kærði útskriftargjald Símans til Eftirlitsstofnunar EFTA, í fyrra. Hvorki Kaupþing né Glitnir vilja gefa upp hversu mikið þeir hafa rukkað í seðilgjöld af viðskiptavinum. Umræðan um seðilgjöld blossar reglulega upp, nú síðast eftir að forstjóri Neytendastofu sagði þau oft tilhæfulaus og jafnvel ólögleg. Í kjölfarið kom í ljós að viðskiptaráðherra undirbýr sérstaka skoðun á þessum gjöldum, sem geta numið allt að 120 þúsund krónur á á hvert heimili í landinu. Nú síðast sagði Guðmundur Ólafsson hagfræðingur að gjöldin væru ólögleg. Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður kærði seðilgjöld Símans til ESA í maí í fyrra en engin niðurstaða hefur fengist í málið. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að einföld lagasetning myndi koma í veg fyrir að fyrirtæki gætu rukkað fólk fyrir að tilkynna því um skuld sína - með öðrum orðum, að borga fyrir að fá að borga. Hann undraðist það ekki að slík lög hefðu ekki verið sett, enda væri mikið látið eftir stórfyrirtækjum í landinu og tilhneiging til þess hjá stjórnvöldum, sama hvar í flokki þeir sætu, að gera vel við þá sem ekki þurfa á því að halda. Stóru viðskiptabankarnir þrír innheimta seðilgjöld og sjá auk þess um innheimtu fyrir fjölmörg önnur fyrirtæki. Þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag að fá upplýsingar um hversu mikið bankarnir hefðu tekið inn í seðilgjöldum á síðasta ári vildu hvorki Glitnir né Kaupþing gefa það upp. Ekki fékkst uppgefið hvort seðilgjöld þeirra endurspegluðu raunkostnað við að senda út greiðsluseðla. Landsbankinn svaraði ekki. Athugull áhorfandi hafði samband við fréttastofu og sagði að ríkið tæki líka til sín seðilgjöld - og vísaði þar til úrvinnslugjalds sem Tollstjóri rukkar, upp á 350 krónur, og tilkynningar- og seðilgjöld Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Hjá Fjársýslu ríkisins fengust í dag þær upplýsingar að úrvinnslugjaldið væri ekki seðilgjald - heldur skattur, með stoð í lögum, og á að standa meðal annars undir kostnaði við endurnýta eða farga úrgangi.
Fréttir Innlent Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira